Fréttablaðið - 09.10.2020, Síða 41
Það eru margir komnir snemma í jólaskapið en mörg fyrirtæki voru farin að skoða
jólagjafir fyrir sitt fólk strax í sept-
ember,“ segir Stefán Pétur Krist-
jánsson í fyrirtækjaráðgjöf ELKO.
Stefán segir gott að hafa svolít-
inn fyrirvara á jólagjafapöntunum
ef um stórar pantanir er að ræða.
„Það er ekki seinna vænna en
að fara að huga að jólapökkum
til starfsmanna því pantanir frá
sumum birgjum taka allt að þrjár
vikur. Í ljósi aðstæðna í heiminum
af völdum kórónaveirunnar er
gott að reikna með örlítið meiri
sendingartíma en áður.“
Stefán mælir sérstaklega með sjö
æðislegum jólagjöfum í jólapakka
fyrirtækja í ár, á mismunandi
verðbili.
„Á jólunum gildir góður hugur
og kærleikur þegar jólagjafir eru
valdar og fókusinn okkar í ELKO
í ár er hreyfing, dekur og vellíðan.
Gjafirnar sem við völdum í jóla-
pakkana eru allt hlutir sem hitta í
mark og henta breiðum hópi fólks.
Það er alltaf gaman og velþegið
að fá spennandi raftæki í jóla-
pakkann, en úrvalið nær allt frá
snjalltækjum upp í heimilistæki
eða lífsstílsvöru,“ segir Stefán.
Gjafir við allra hæfi
Fyrsta gjöfin sem Stefán nefnir í
jólapakkann frá ELKO er fjölnota
vatnsflaska frá
Chilly‘s.
„Chilly‘s vatns-
flöskurnar eru
falleg og gagnleg
gjöf sem fellur í
kramið hjá lang-
flestum og ekki
skemmir fyrir
að þær eru á
þægilegu verði.
Flöskurnar eru
úr 304 ryðfríu
stáli, koma í fal-
legri gjafaöskju
og fást í 40 mis-
munandi litum
og mynstrum.
Þær halda
köldu í 24 tíma,
heitu í 12 tíma
og loftþéttur
tappi kemur í
veg fyrir að leki
úr brúsanum.
Flöskurnar
fást í fjórum
stærðum, 260 ml, 500 ml, 750 ml og
1,8 lítra,“ upplýsir Stefán um gjöf
sem er vís til að slá í gegn.
Önnur spennandi jólagjöf í
pakkann frá ELKO eru glæsileg
skjágleraugu frá Barner.
„Gleraugun eru með bláljósa-
síu sem getur minnkað þreytu í
augum og bætt svefn þeirra sem
sitja við tölvuskjáinn allan lið-
langan daginn. Hönnunin á Barner
gleraugunum er einstaklega falleg
en þau koma í mörgum gerðum og
litum og einnig er hægt að bæta við
sólgleri sem klemmist á gleraugun.
Barner-skjágleraugun eru eiguleg
og kjörin gjöf til starfsmanna sem
vinna fyrir framan tölvuskjá,“ segir
Stefán.
Vellíðan og gleði í fyrirrúmi
Kærkomin gjöf í jólapakka starfs-
fólks er nuddrúlla frá Freego.
„Nuddrúllan frá Freego hentar
flestum. Hún er sterkbyggð og
kjagast ekki með tímanum, með
fimm mismunandi stillingum
og fleti sem veitir mismikinn
þrýsting. Hún er frábær í vefja-
losun og er einfaldlega lagst ofan á
rúlluna sem sér þá um nuddið og
vöðvabólga og stirðleiki fer á bak
og burt. Rafhlöðuending er fjórir
tímar,“ segir Stefán.
Tvenns konar heyrnartól eru
einkar spennandi jólaglaðningur í
fyrirtækjagjafir hjá ELKO.
„Annars vegar eru það Happy
Plugs Air 1 Plus þráðlaus heyrnar-
tól (e. True wireless). Þau eru
sænsk og afar smekklega hönnuð
með afburða hljómgæðum.
Heyrnartólin koma í fjórum
fallegum litum, þau eru svita- og
vatnsþolin, nett og þráðlaus og
með allt að 40 stunda rafhlöðu-
endingu, en líka hraðhleðslu. Þá er
hægt að hlusta í allt að 90 mínútur
eftir aðeins tíu mínútna hleðslu,“
upplýsir Stefán.
Hin heyrnartólin eru Galaxy
Buds Live frá Samsung.
„Þau eru fullkomlega þráðlaus (e.
True wireless), vatnsvarin og með
óaðfinnanlega góð AKG hljóm-
gæði. Heyrnartólin eru með virkri
hljóðeinangrun og „ambient“
hljóðstillingu sem þýðir að allt
skvaldur og áreiti hverfur en samt
heyrist vel í þeim sem talar við þig.
Hægt er að stjórna virkni heyrnar-
tólanna með því einu að snerta
þau, til dæmis að hækka, lækka
og skipta um lag,“ segir Stefán um
Galaxy Buds Live sem fást svört,
hvít og brons, og veita 29 klukku-
Allir vilja jólapakka frá ELKO
Vellíðan, hreyfing og dekur eru í öndvegi á jólagjafalistanum hjá ELKO í ár. Þangað er gaman að
koma til að velja spennandi og góðar gjafir sem gleðja og hitta í mark í jólapökkum fyrirtækja.
Stefán Pétur tekur á móti jóla-
gjafapöntunum hjá fyrirtækjasviði
ELKO. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Skjágleraugu frá Barner eru kærkomin jólagjöf þeirra sem vinna við tölvuskjái. Þau draga úr þreytu og bæta svefn.
Nýja Garmin-heilsuúrið er ein af jólagjöfunum í ár eins og þráðlaus
heyrnartól og Hyper Massage Pro-nuddbyssan sem linar þreytta vöðva.
Nýja Garmin-heilsuúrið er með allt
til alls. Því er nú hægt að fara í rækt-
ina og skilja símann eftir heima.
stunda spilatíma á aðeins einni
hleðslu.
Fyrir heilsu og hamingju
Þegar kemur að heilsu og vellíðan
bendir Stefán á gjöf sem seldist
í bílförmum fyrir síðustu jól en
seldist þá upp.
„Það er Hyper Massage Pro
2 nuddbyssan. Í fyrra vorum
við ekki komin með hana nógu
snemma til að hafa tiltækar í
jólagjafir fyrirtækja en nú eigum
við nóg til. Byssan er frábær fyrir
stífa vöðva, hún eykur blóðflæði
og liðleika. Hún er með 20 mis-
munandi stillingum fyrir titring og
sex nuddhausa, veitir 3.300 högg á
mínútu og er mjög góð til að vinna
á bólgum, þreyttum vöðvum og
harðsperrum,“ upplýsir Stefán um
nuddbyssuna sem slegið hefur í
gegn og er með 60 mínútna raf-
hlöðuendingu, en henni fylgir bæði
taska og hleðslutæki.
Síðast en ekki síst nefnir Stefán
nýja Garmin-heilsuúrið í jólapakka
starfsmanna.
„Garmin-úrið er æðisleg græja.
Það er með hreyfingar-, hjartslátt-
ar- og súrefnismæli og það mælir
svefngæði. Það er með GPS-búnaði,
4GB minni og hægt er að setja
Spotify beint í úrið, fara í ræktina
og geyma símann heima. Þá er
hægt að tengja við það Garmin
Pay og borga beint með úrinu. Því
þarf ekki annað en þetta flotta úr
til að fara að heiman og maður er
með allt til alls,“ segir Stefán um
Garmin-heilsuúrið sem kemur í
fjórum glæsilegum útfærslum og
litum og er með allt að sex daga raf-
hlöðuendingu.
„Allt eru þetta glæsilegar og
spennandi jólagjafir sem gleðja
þau sem gjafirnar þiggja, en ef
svo vill til að gjöfin hittir ekki í
mark erum við með skilarétt til 24.
janúar á öllum jólagjöfum,“ segir
Stefán.
Hjá ELKO er einnig boðið upp
á innpökkun jólagjafa gegn vægu
gjaldi, sem Stefán segist hafa mælst
vel fyrir undanfarin jól.
„Þá er ekki annað en að hringja,
panta og sækja jólapakkana
til okkar. Mörg fyrirtæki taka
því fegins hendi að losna við
umstangið sem fylgir því að pakka
inn gjöfunum og sú þjónusta hefur
sótt í sig veðrið. Það eina sem
þarf er að hafa samband við mig,
Stefán, á stefan@elko.is og öllum
fyrirspurnum er svarað fljótt
og örugglega með verðtilboði í
magnpantanir. Gott að tilgreina
strax upplýsingar um starfs-
mannafjölda, afhendingartíma og
verðbil og við komum með tillögur
að jólagjöfum sem svo sannarlega
gleðja.“
Sjá nánar á elko.is.
KYNNINGARBLAÐ 23 F Ö S T U DAG U R 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 FYRIRTÆKJAGJAFIR