Fréttablaðið - 09.10.2020, Page 42

Fréttablaðið - 09.10.2020, Page 42
Freyja Leópoldsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá S4S, segir gjafabréfin frá þeim frábæran kost í jólapakkann, bæði fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. „Það finna sér allir eitthvað við hæfi í einhverri af 14 verslunum S4S. Við rekum skóbúðirnar Steinar Waage, Kaupfélagið, Skechers, Ecco og Toppskóinn þar sem allir ættu að geta fundið góða skó fyrir sig, en við leggjum mikla áherslu á gæðamerki og fjölbreytt úrval. Við erum einnig með gott úrval af barnaskóm, en við vitum hversu mikilvægt er fyrir litla fætur að vera í vönduðum skóm. Einnig rekum við Air-búðirnar í Kringlunni og Smáralind, sem eru sérhæfðar Nike-verslanir, en Nike hefur sjaldan verið vinsælla og það fyrir alla aldurshópa. Krakkar og unglingar vilja helst ekki klæðast öðru og fullorðnir þekkja gæðin í íþróttafatnaðinum. Við erum ein- mitt með mikið úrval af fatnaði og skóm fyrir útihlaupin, bæði innan- bæjarhlaup sem og fjallahlaup. Þá rekur S4S einnig Ellingsen, ævintýraverslun fjölskyldunnar, sem er bæði staðsett á Granda og á Akureyri. Það er gaman að segja frá því hér að Ellingsen á Akureyri mun fljótlega á næsta ári f lytja í nýtt og glæsilegt 500 fm húsnæði sem stækkar búðina um meira en helming, og um leið mun vöruúr- valið aukast til muna. Þá fórum við í miklar breytingar á versluninni á Granda í byrjun ársins og er hún öll hin glæsilegasta. Í Ellingsen er til allt sem þarf fyrir útivist fjöl- skyldunnar, fatnaður og skór sem og stærsta rafhjólasetur landsins. Þá er S4S einnig með þrjár vefsíður, Skór.is, Air.is og Ellingsen.is,“ segir hún. „Það hefur margt breyst á þessu ári og margar hefðbundnar jóla- gjafir passa ekki lengur. Útivist hefur aldrei verið eins eftirsótt og salan á útifatnaði, æfingafatnaði, gönguskóm og hlaupaskóm hefur aukist mikið. Þá hafa rafhlaupa- hjólin og rafhjólin slegið í gegn hjá öllum aldurshópum,“ segir Freyja og bætir við að hún hafi keypt sér rafhjól í vor og hafi fengið nýja ástríðu fyrir hjólaíþróttinni og hjólað mikið í sumar með börn- unum, þar sem þau yngstu voru í hjólavagni aftan í. „Núna langar mig í f leiri rafhjól, langar bæði í fulldempað raffjallahjól til að fylgja eftir manninum mínum í því sporti sem og rafhlaupahjól til að nota í styttri ferðir og hafa í skott- inu fyrir miðbæjarstússið.“ Gjafakortin frábær kostur „Með gjafakortunum okkar geta fyrirtæki verið viss um að allir starfsmenn verði ánægðir og geti nýtt gjöfina fyrir sig, en það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í verslunum okkar. Það þurfa allir skó og yfirhafnir. Auk þess bjóðum við góð kjör á gjafkort- unum fyrir fyrirtæki og stærri hópa,“ Aðspurð hvað verði heitasta jólagjöfin í ár, fyrir utan gjafa- kortið, nefnir Freyja sérstaklega Devold-ullarfatnaðinn frá Ell- ingsen, sem og hlýju Duggarapeys- una, gönguskó frá Ecco, Bircken- stock-inniskó frá Steinari Waage og Tech Fleece-fatnað frá Nike. „Við sjáum að fólk er þegar byrjað að versla jólagjafir og ljóst að þessar vörur munu rata í jólapakkann hjá mörgum. Ég gaf fjölskyldunni allri Devold-ullarföt í jólagjöf í fyrra og vakti það mikla lukku, nú er spurning hvort inni- skór verði í öllum pökkum,“ segir Freyja. Fyrirtækjasala S4S býður fyrir- tækjum og stærri hópum einstök kjör á gjafakortum, fatnaði, skóm og öðrum vörum úr verslunum sínum, en hægt er að hafa sam- band í tölvupósti á netfangið sala@s4s.is eða í síma 544-2160. Gjafakort sem hitta í mark S4S rekur 14 verslanir með fjölbreytt vöruúrval. Gjafabréf frá S4S hentar því vel sem jólagjöf til hóps fólks með ólík áhugamál. Hjá S4S bjóðast góð kjör á gjafakortum fyrir fyrirtæki og stærri hópa. Freyja Leópoldsdóttir segir að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi í verslunum S4S. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Með gjafakort- unum okkar geta fyrirtæki verið viss um að allir starfsmenn verði ánægðir. Einfaldaðu gjafakaup til starfsmanna, þú velur upphæðina - starfsmaðurinn velur gjöfina. Gjafakort S4S er hægt að nota í öllum verslunum okkar, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Útivist, fatnaður, skór, íþróttir, lífstíll og rafhjól. AIR / ECCO / ELLINGSEN / KAUPFÉLAGIÐ / SKECHERS / STEINAR WAAGE / TOPPSKÓRINN GJÖF SEM GLEÐUR Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn í netfangið sala@s4s.is eða í síma 544 2160 24 KYNNINGARBLAÐ 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RFYRIRTÆKJAGJAFIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.