Fréttablaðið - 09.10.2020, Page 46
arionbanki.is Þægilegri bankaþjónusta Arion banka
Gjafakort í jólapakkann
Gjafakort Arion banka er góður kostur sem jólagjöf frá þínu fyrirtæki til starfsfólksins.
Þú velur upphæðina – viðtakandinn velur gjöfina. Allir fá það sem þá langar í.
Gjafakortið er hægt að nota til greiðslu í verslunum um allan heim og einnig á netinu.*
Þú getur pantað gjafakort fyrir þitt fyrirtæki á arionbanki.is.
Hægt er að nota gjafakortið í Apple Pay.
Gjafakort í jólapakka
starfsmanna
* Þar sem PIN eða auðkenningar er ekki krafist.
28 KYNNINGARBLAÐ 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RFYRIRTÆKJAGJAFIR
Söngur gleður og sameinar fólk.
Aðventan er indæll tími, þegar tilhlökkun ríkir fyrir komandi hátíð og
auðvitað jólagjöfinni frá vinnu-
veitandanum. Hver einasti dagur
í desember er hátíð enda ríkir
gleði í andrúmsloftinu og gaman
er að gera dagana skemmtilega
saman.
Á meðan beðið er stóra
dagsins, þegar jólagjöfunum er
útbýtt, er fútt og fjör að efna til
leikja innan fyrirtækisins. Dæmi
um skemmtilegan leik er að koma
saman á kaffistofunni þar sem
einn í hópnum hefur upp raust
sína og syngur fyrstu laglínuna í
valinkunnu jólalagi. Sá sem situr
honum á hægri hönd tekur svo
við og syngur næstu línuna og
svo koll af kolli en sá sem klikkar
á laginu verður að hefja næsta
leik og lag.
Hugmyndir að jólalögum
geta verið allt frá Jólasveinar
einn og átta yfir í All I want for
Christmas með Mariuh Carey og
auðvitað verða svolítil tilþrif að
fylgja með.
Jólasöngur á
skrifstofunni
Það veitir
ánægju
að gleðja
nákomna.Er það alltaf þannig? Rann-sóknir sýna að fólk með sterka félagslega tengingu
við aðra er oftast hamingju-
samara og heilbrigðara. Því f leiri
vini og fjölskyldumeðlimi sem
þú átt, því meiri tíma krefjast
þeir af þér og þú hefur minni
tíma fyrir þig. Þú gefur af þér
til annarra á eigin kostnað. Út
frá því mætti ætla að betra væri
að gefa gjafir en þiggja þær. En
yfirleitt þegar fólk gerir öðrum
greiða þá reiknar það með að
eiga inni greiða síðar. Að gefa
gjafir til þeirra sem þér þykir
vænt um veitir ávinning í formi
vellíðunar yfir að gleðja aðra.
En þegar fólk upplifir það sem
skyldu sína að gefa gjafir getur
það haft neikvæð áhrif á þann
sem gefur og valdið honum
streitu. Að gefa af fúsum og
frjálsum vilja í þeirri trú að það
leiði gott af sér getur þó vissu-
lega verið betra en að þiggja.
Sælla er að gefa en þiggja
Flatkökur og hangikjöt væri tilvalin
gjöf fyrir Íslending að gefa jap-
önskum vinum sínum.
Japanir eru heimsþekktir fyrir einstakar gjafahefðir og eru gjafir stór hluti af japanskri
menningu. Mismunandi gjafir eru
gefnar við mismunandi tækifæri,
en hvorki afmælis- né jólagjafir
teljast hluti af japanskri gjafa-
hefð, þó svo breytingar hafi orðið
þar á í seinni tíð með vestrænum
áhrifum. Tvisvar á ári, í júní og
desember, skiptast samstarfs-
félagar, ættingjar og vinir á
gjöfum.
Fyrir Japönum er innpökkunin
mikilvæg. Að minnsta kosti skal
af henda gjafir í fallegum gjafa-
poka, merktum versluninni þar
sem gjöfin var keypt. Talan fjórir
er óhappatala og því forðast Jap-
anir það að gefa gjafir sem koma
fjórar saman í pakka.
Omiyage eru minjagripir sem
eru gefnir þegar fólk kemur heim
úr ferðalögum. Temiyage eru
þakkargjafir sem eru gefnar þegar
fólk er heimsótt. Þegar útlending-
ar koma í heimsókn gera Japanir
ekki ráð fyrir gjöfum en þær eru
þó vel þegnar. Algengt er að koma
með mat eða drykki frá heima-
landinu sem kosta hvorki of mikið
né of lítið.
Japanskar
gjafahefðir