Fréttablaðið - 24.10.2020, Síða 6

Fréttablaðið - 24.10.2020, Síða 6
Alls er kosið um 35 sæti innan öldungadeildarinnar í kosningunum í ár, en af þeim eru nú 23 sæti í hönd- um Repúblikana á móti tólf sætum Demókrata. Tryggðu þér skemmtilegri vetur á stod2.is n Nánast öruggt (R) n Líklegt (R) n Hallast að (R) n Jafnar líkur n Hallast að (D) n Líklegt (D) n Nánast öruggt (D) ✿ Spálíkan fyrir kosningarnar í öldungadeildinni BANDARÍKIN Aðeins tíu dagar eru í að kjördagur renni upp í Bandaríkj­ unum, en líkt og kunnugt er kjósa Bandaríkjamenn þar um næsta forseta sinn og er þar valið á milli Donalds Trump og Joes Biden. Það er þó ekki aðeins kosið um næsta forseta 3. nóvember. Á sama tíma fara þingkosningarnar fram, þar sem kosið er um öll sætin innan fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og 33 sæti innan öldungadeildarinnar. Þá fara sérstakar kosningar fram í Arizona og Georgíu til að fylla í sæti öldungadeildarþingmanna sem hafa sagt af sér. Demókratar eru nú með meiri­ hluta innan fulltrúadeildarinnar og benda kannanir til að þeir muni halda þeim meirihluta. Aðra sögu er að segja um öldungadeildina, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, en af þeim sætum sem kosið er um þar eru 23 í höndum Repúblikana. Demókratar þurfa að vinna þrjú til fjögur sæti til að tryggja sér meirihluta, en ef Biden vinnur kosningarnar þurfa Demókratar aðeins þrjú sæti, þar sem varafor­ seti Bandaríkjanna er með atkvæð­ isrétt ef til jafnteflis kemur. Samkvæmt spálíkani heimasíð­ unnar FiveThirtyEight eru 20 sæti talin örugg í kosningunum í ár, en líkanið er unnið út frá meðaltali kannana í hverju ríki fyrir sig. Alls eru 10 sæti talin örugg fyrir Demókrata og 10 sæti fyrir Repú­ blikana. Líklegt er að Repúblikanar missi tvo þingmenn, Cory Gardner frá Colorado og Martha McSally frá Arizona, og að Demókratar missi einn þingmann, Doug Jones frá Alabama. Önnur ríki eru á reiki en þó að það sé ekki öruggt er líklegt að Repúblikanar haldi þingmönnum sínum í Suður­Karólínu, Alaska, Texas og Mississippi. Líklegt er að Demókratar haldi þingmanni sínum frá Michigan. Eftir standa sjö þingmenn frá sex ríkjum, svokölluðum baráttu­ ríkjum, en þau ríki eru Iowa, Georgía, Norður­Karólína, Maine, Montana og Kansas. Í Iowa og í sér­ stöku kosningunum í Georgíu, eru jafnar líkur á að Demókratar eða Repúblikanar vinni. Kannanir í Georgíu, Montana og Kansas hallast að því að Repúbl­ ikanar haldi þingmönnum sínum Barist um meirihluta öldungadeildar Bandaríkjamenn ganga til kosninga eftir tíu daga en samhliða forsetakosningunum fara þingkosningar fram. Kannanir benda til að Demókratar muni áfram vera í meirihluta í fulltrúadeildinni og er möguleiki á að þeir nái einnig meirihluta í öldungadeildinni. þar, en í Norður­Karólínu og Maine hallast kannanir að því að Demó­ kratar taki sætin af Repúblikönum. Ef gert er ráð fyrir að úrslit kosn­ inganna verði í samræmi við spá­ líkanið, munu Demókratar bæta við sig þremur sætum og jafna þar með þingmannafjölda Repúbl­ ikana. Kosningarnar í Iowa og sérstöku kosningarnar í Georgíu, myndu síðan ráða úrslitum. Þó er vert að taka fram að aðeins er um að ræða spálíkan sem er unnið út frá könnunum og er ekki öruggt að niðurstöður kosninga verði í samræmi við líkanið. Ítarlegri umfjöllun um þing­ kosningarnar í Bandaríkjunum verður birt á frettabladid.is á sunnudagsmorgun. Bandaríkjaþing n Öldungadeildin Alls sitja 100 þingmenn í öldungadeildinni þar sem tveir þingmenn koma frá hverju ríki óháð stærð ríkjanna. Kjörtímabil hvers þingmanns er sex ár en kosið er um þriðjung sætanna á tveggja ára fresti. Nýkjörnir þingmenn í ár taka síðan við embætti í janúar. n Fulltrúadeildin Alls sitja nú 435 þingmenn í fulltrúadeildinni og er kjör- tímabil þingmanna tvö ár en kosið er um öll sætin í einu. Fjöldi þingmanna í hverju ríki fyrir sig er ákveðinn út frá manntali í Bandaríkjunum sem fer fram á tíu ára fresti. Manntalið fer fram í ár og því gæti fjöldi þingmanna verið annar í næstu kosningum. Nýkjörið þing kemur saman 6. janúar 2021. Alls verða þingmennirnir 535 talsins næstu tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Meira á frettabladid.is Fanndís Birna Logadóttir fanndis@frettabladid.is 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.