Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.10.2020, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 24.10.2020, Qupperneq 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Sóttkví, félagsleg einangrun og sam- skiptaþurrð hafa nei- kvæð áhrif á andlega heilsu fólks. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Talan 39 hefur verið áberandi síðustu daga. Hún stendur fyrir þá sem tóku eigið líf á síðasta ári og í reynd þann fjölda sem það gerir að meðaltali árlega undanfarinn áratug.Þrjátíu og níu líf er of mikið, hvert einasta þeirra er of mikið. Fyrir átakinu sem einkennir sig með þessari tölu standa Landssamtökin Geðhjálp í sam- starfi við Píeta samtökin. Um fjölda þeirra sem falla fyrir eigin hendi hefur ekki verið mikið rætt fram til þessa. Aðstandendur átaksins segja mikilvægt að ræða sjálfsvíg og þann skyndilega missi, sársauka og sorg sem aðstandendur verða fyrir þegar eigið líf er tekið, en ekki síður ástæðuna sem að baki býr og orsakaþætti geðheilbrigðis, eins og fram kemur í leiðara Héðins Unnsteinssonar, formanns landssamtakanna, í nýútkomnu Geðhjálparblaði. En það er fleira sem formaðurinn bendir á. Fram kemur að nú þegar nær átta mánuðir eru liðnir frá því að heimsfaraldur kórónaveirunnar hóf að breyta hugsana- og hegðunarmynstri fólks, sé ljóst að áhrifin á félagslegar og efnahagslegar orsakir geðheilsu verði mikil. Á það hefur verið bent með vaxandi þunga undan- farið að langvarandi hliðarverkun af baráttunni við útbreiðslu veirunnar geti orðið þungbær. Sóttkví, félagsleg einangrun og samskiptaþurrð hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu fólks. Vel ritfærir menn hafa bent á að nú sé ekki tími til akademískra hugleiðinga um frelsi og að best sé að geyma þær þar til faraldurinn er genginn yfir. Það er nákvæmlega núna sem rétti tíminn er til að huga að þessu atriði og jafnvel eru seinustu forvöð til að gera það. Síðar getur verið of seint. Hvaða áhrif hefur það á ungviði sem ítrekað er lokað inni og klippt á samskipti við vini og vandamenn? Jafn- vel liggja fyrir sterkar vísbendingar um að börn smiti ógjarnan önnur börn af veirunni og veikist þau, sé lík- legt að þau verði einkennalítil. Fram hefur komið í fréttum vikunnar að tæplega 400 börn hafi greinst með smit frá upphafi faraldursins. Ekkert þeirra var lagt inn á spítala og fá dæmi þess að börn hafi smitað fullorðna. Samt koma sóttvarnaað- gerðir hart niður á börnum og stöðugt eru fluttar fréttir af smiti sem upp kemur í skólastarfi sem veldur því að heilu bekkirnir, bekkjardeildir eða skólar, eru sett í sóttkví. Dæmi er um að tæplega 400 nemendum í skóla á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fyrirskipuð sóttkví, því eitt þeirra greindist. En það eru fleiri en börnin sem líða fyrir þetta fyrir- komulag. Áhrif þess ná til heimilismanna barnanna, vina þeirra og vandamanna. Sögur heyrast af fólki sem skikkað er í sóttkví af litlu eða engu tilefni. Óljós sam- skipti við þann sem svo reynist smitaður eru þá lögð til grundvallar fyrirmælum, sem skerða frelsi fólks. Vafinn túlkaður veirunni í hag og stjórnarskrárvarin réttindi látin víkja. Eru það akademískar hugleiðingar um frelsi að efast um að rétt sé að þessu staðið? Nei. 39 er stór tala. Við þurfum að binda svo um að sótt- vörnin verði ekki skæðari en það sem hún beinist að. Fyrir eigin hendi getum við breytt því. Eigin hendi  Árið 2018 minntust Bretar þess að hundrað ár voru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Af því tilefni sendi rithöfundurinn Kamila Shamsie breskum bókaútgefendum áskorun: Hún lagði til að árið 2018 gæfu þeir aðeins út bækur eftir konur til að minnka kynjahallann innan greinarinnar. Undirtektirnar voru dræmar. „Útgáfuheimurinn er hvítur og kvenkyns,“ kvað í fyrirsögn dagblaðsins The Guardian. Könnun meðal 34 forlaga og átta bók- menntarita í Bandaríkjunum sýndi að 78 prósent starfsfólks voru hvít á hörund og 79 prósent voru kvenkyns. Rithöfundurinn Marlon James, handhafi Booker-bókmenntaverðlaunanna, sakaði útgefendur um að „selja sig hinni stöðluðu, hvítu konu og lang- þjáðum, taugatrekktum prósa hennar með úthverfi að sögusviði.“ Konur voru eins og engisprettufaraldur. Þær voru úti um allt. Útgáfubransinn var orðinn eins og bókin The Handmaid’s Tale í bakkgír; þernan var nú kúgarinn. Gullgerðarlist Árið 1992 lýsti bandaríski stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama yfir „endalokum sögunnar“. Fukuyama taldi að hugmyndafræðilegri þróun mann- kynsins væri lokið. Við fall Sovétríkjanna hefði hið vestræna lýðræði haft fullnaðarsigur er það bolaði burt óæðri stjórnarháttum, svo sem harðstjórn, einræði og kommúnisma. Í dag er hlegið að sögulokakenningu Fukuyama. En þótt sagan sýni að það gefist sjaldan vel að spá sögu- lokum, virðast menn enn stunda slíka gullgerðarlist. Varaformaður Ungliðahreyfingar Alþýðusambands Íslands, Ástþór Jón Ragnheiðarson, gagnrýndi ASÍ harðlega í vikunni. Var ástæðan stuðningur ASÍ við frumvarp stjórnvalda um breytingar á fæðingarorlofi. Sakaði Ástþór ASÍ um að styðja við forréttindahópa. Svo virðist sem Ungliðahreyfing ASÍ telji að komið sé að sögulokum í kvennabaráttunni. Látið er í veðri vaka að lög sem jafna eiga atvinnuþátttöku kynjanna séu forréttindaprjál, hjóm úr fortíð sem hefur litla skír- skotun til þrauta samtímans. En rétt eins og flestir þeir sem spáð hafa sögulokum, þjáist ungliðahreyfingin af rörsýni. Þeir sem hæddust að hugmynd rithöfundarins Kamilu Shamsie um „kvennaútgáfuár“ hunsuðu veru- leikann. Tölfræðin sýndi að það hallaði víst á konur í útgáfuheiminum. Karlar hrepptu fleiri bókmennta- verðlaun en konur; algengara var að gagnrýni birtist í fjölmiðlum um bók eftir karl en eftir konu. Konur sáu kannski í auknum mæli um handtökin í bókaiðnað- inum, en völdin og virðingin voru enn karlmannsins. Margaret Atwood, höfundur fyrrnefndrar Sögu þernunnar (The Handmaid’s Tale), sagði einhverju sinni: „Þegar karlmaður skrifar um eitthvað eins og uppvaskið kallast það realismi; þegar kona gerir það teljast það erfðafræðileg takmörk.“ Það er stutt í fyrirlitningu á málefnum kvenna. Hugðarefni þeirra eru höfð að háði, ritstílnum er líkt við úthverfi og kjarabarátta þeirra er talin svo smá- borgaraleg af ungliðum stærstu hreyfingar launafólks á Íslandi að ætla mætti að um væri að ræða innihaldslítið tómstundagaman hefðarfrúar. „Jafnrétti er nefnilega mikilvægt en velferð barnsins á ávallt að vera í for- grunni,“ sagði Ástþór eins og uppvakningur frá síðustu öld. Sambærilegar raddir heyrast víða. Svo hrollvekjandi er umræðan orðin um fæðingarorlofsfrumvarpið að Katrín Jakobsdóttir fann sig knúna til að minna fólk á að missa ekki sjónar á upphaflegum tilgangi fæð- ingarorlofslaganna. „Ég get fullyrt það að ég væri ekki forsætisráðherra ef framsýnt fólk hefði ekki sett í lög fæðingarorlof sem miðar að því að jafna atvinnuþátt- töku kynjanna.“ Endalok sögunnar eru hvergi í sjónmáli. Af orð- ræðunni að dæma um fæðingarorlof og „erfðafræðileg takmörk“ kvenna, virðist sagan hverfast í hringi. Við erum horfin aftur til ársins 1983 og það er komið að því að stofna Kvennalistann. Forréttindahópurinn konur LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDS- HLUTUM SKILYRÐISLAUST Orkan – Ódýrt fyrir alla 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.