Fréttablaðið - 24.10.2020, Síða 24

Fréttablaðið - 24.10.2020, Síða 24
Elín og Ási, eins og hann er alltaf kallaður, eru svo sannarlega samstillt hjón en saman reka þau bæði veitingastaðinn Gráa köttinn á Hverfis­ götu og bókaútgáfuna Drápu. Það hafði lengi verið á stefnuskrá þeirra að breyta til og varð Spánn fyrir val­ inu eftir að nokkrir valkostir höfðu verið skoðaðir. „Við bjuggum í Bandaríkjunum frá 1993 til 1995 og það hefur alltaf verið á stefnuskránni að gera þetta aftur, að búa annars staðar en á Íslandi,“ útskýrir Elín. „Við eigum fjögur börn, sem eru öll uppkomin og f lutt að heiman. Og það að vera bara tvö ein eftir í kotinu er lík­ lega prófsteinn á hvert hjónaband. Okkar svar var að gera eitthvað fyrir okkur, eitthvað skemmtilegt og uppbyggjandi. Læra nýtt tungumál, fara á nýjan stað, upplifa eitthvað nýtt. Sem betur fer erum við búin að komast að því að okkur finnst hvort annað bara nokkuð skemmtilegt,“ segir Ási og hlær. Beina flugið skipti svo engu Þegar kom að því að velja landið voru skilyrðin nokkur: Þau vildu hlýrra land og helst vera nálægt borg þaðan sem væri beint f lug til Íslands til að auðvelda heimsóknir. Spánn varð fyrir valinu og þau vildu vera nálægt Alicante. „Við vildum líka vera örlítið fyrir utan ferðamannastaðina, en engu að síður nálægt ströndinni. Reyndar hefur þetta með beina f lugið svo ekki skipt neinu, enda allt beint flug legið niðri frá því við komum út, en hvað vissum við?“ segir Ási. Undirbúningur f lutninga tók rúmlega hálft ár og segja þau hann hafa verið fremur einfaldan. Aðal­ lega fólst hann í að koma rekstri þeirra hér heima að hluta til í ann­ arra hendur og sjá til þess að þau gætu sinnt vinnu af fullum krafti erlendis frá. Í janúar f lugu þau til Alicante til að finna út hvar þau vildu vera, í nokkurs konar forskoð­ unarferð. „Við tókum bílaleigubíl og keyrð­ um upp til Valencia. Þar vorum við í tvær nætur og skoðuðum okkur um og litum á íbúðir. Valencia er mjög skemmtileg borg með einn stærsta almenningsgarð innan borgar í Evr­ ópu og okkur leist mjög vel á okkur þar.“ Stoppuðu í hverjum bæ Þau keyrðu svo niður með strönd­ inni með stoppi í hverjum bæ. „Næstu nætur gistum við í Dénia, Cartagena og Alicante. Niður­ staðan var sú að þrátt fyrir að Val­ encia væri geggjuð þá líkaði okkur svo óskaplega vel við Dénia. Það var eitthvað við bæinn sem heillaði okkur. Kannski var það kastalinn, ljóðakvöldið sem við lentum óvænt á eða mannlífið á föstudagskvöldi þar sem heilu stórfjölskyldurnar voru á rölti í miðbænum,“ segir Elín Eftir ferðina fóru þau Elín og Ási á fullt að ganga frá lausum endum fyrir brottförina og vörðu öllum kvöldum í að skoða íbúðir og hús til leigu. „Í lok febrúar keyrðum við svo af stað með kajakana á toppnum og hundinn í aftursætinu. Fyrsti áfangastaður var Seyðisfjörður. Til þess að komast í gegnum tvær gular viðvaranir á leiðinni austur gistum við á Djúpavogi á leiðinni. En þegar við komum til Reyðarfjarðar var Fagridalur lokaður og við komumst ekki lengra,“ rifjar Ási upp, en þegar þarna var komið voru aðeins fjórar klukkustundir í brottför Norrænu. Hétu á æðri máttarvöld „Það var andað ofan í kviðinn en stemningin í bílnum var rafmögnuð. Við hétum á æðri máttarvöld, sem svínvirkaði, því eftir tveggja tíma bið kom tilkynning um að mokst­ urshefilsvörubíllinn myndi skella sér yfir heiðina og þeir sem vildu máttu fylgja. Við skelltum okkur í röð 16 bíla sem allir komust yfir til Egilsstaða. En þá var Fjarðarheiðin lokuð og aðeins klukkutími í að Nor­ ræna myndi ýta úr vör. En máttarvöldin hlustuðu aftur og við rétt náðum bátnum – eftir að hafa hangið aftan í gámaflutninga­ bíl, með gámi merktum Smyril Line, yfir heiðina.“ Hjónin keyrðu um borð með hundinn Gutta og töldu sig hafa sloppið með skrekkinn – en ekki tók betra við um borð. „Hafi veðrið sem við lentum í á landi verið slæmt, þá hefði veðrið á sjó flokkast sem tvöföld rauð við­ vörun. Fyrstu nóttina hentumst við ekki bara úr rúminu og fram á gólf heldur alla leið fram á gang,“ lýsir Ási með tilþrifum. „Biblían sem er í hverri káetu flaug með, beint í haus­ inn á okkur,“ segir hann og bætir við að mögulega hafi það verið við­ vörun vegna þess sem koma skyldi. Lygn sjór tók þó við og þau kom­ ust heilu og höldnu til Danmerkur. „Þaðan keyrðum við á nokkrum dögum niður til Spánar – og til­ finningin var sú að við værum með veiruna á hælunum.“ Útgöngubann á flutningadegi Þau höfðu pantað tíu daga gistingu í Dénia til að finna húsnæði fyrir næsta árið. Leitin gekk ekki vel í fyrstu en að lokum fundu þau nýuppgert 18. aldar hús á kastala­ hæðinni, sem þau voru alsæl með. „Daginn sem við skrifuðum undir eins árs leigusamninginn og feng­ um lyklana afhenta lokaði Spánn. Allsherjar útgöngubann var sett á,“ segir Elín. Íbúðin var án húsgagna og allar húsgagnaverslanir, rétt eins og allar aðrar verslanir nema matvörubúðir, voru lokaðar. „Fasteignasalinn fékk þó vini sína til að opna litla húsgagnaverslun í þeirra eigu og okkur var hleypt inn bakdyramegin. Þannig að við vorum þó komin með rúm. Í Carr­ e four fundum við svo eldhúsáhöld, sjónvarp og tvo sólstóla, sem voru okkar helsta stofustáss næstu sex vikurnar. Við pöntuðum húsgögn á netinu en afhending dróst, enda allt lokað meira og minna. En allt fór vel að lokum og við náðum að mublera húsið upp í lok apríl.“ „Ég var farinn að hata sólstólana,“ skýtur Ási inn í. Allsherjar útgöngubann var skollið á og Elín og Ási í nýju landi, með rúm og tvo sólstóla. „Þetta þýddi að enginn mátti fara út fyrir hússins dyr, nema þeir sem enn máttu sækja vinnu. Þó var und­ antekningin sú að hundaeigendur máttu viðra hundinn í nálægð við heimilið og fólk mátti fara út í búð,“ útskýrir Ási. Aðeins einn mátti sinna hunda­ göngum og verslunarferðum í einu svo þau voru föst inni utan þess að mega fara annað í einu út í búð og að viðra hundinn. Hundurinn bjargaði sálinni „Og sem betur fer höfðum við hundinn! Við vitum hreinlega ekki hvort sálartetrið hefði lifað það af að fá aldrei að fara út. Hundurinn var alveg steinhissa á öllum þessum göngutúrum,“ segir Elín og hlær. „Lögreglan fylgdist stíft með og nappaði okkur hjón nokkrum sinn­ um þar sem við vorum á gangi með hundinn – þrátt fyrir að við hefðum smá bil á milli okkar á göngunni og þættumst ekki þekkja hvort annað.“ Innilokunin var þó ekki alslæm og gafst þeim hjónum góður tími til að sinna starfi sínu, lesa hugsan­ legar bækur og undirbúa útgáfu sumarsins. „Þá var Netf lix hámað í sig og Spánarmeistaramót í rommí fór fram á svölunum,“ lýsir Ási og er greinilega þakklátur fyrir svalirnar. „Gallinn var sá að okkur tókst, eins og svo mörgum öðrum, að borða á okkur litlar COVID­bumbur og því varð að taka á því. Vinkona okkar Leslie Sansone, sem við kynntumst með aðstoð Youtube, lét okkur Vildu stíga af hamstrahjólinu Þau Elín Ragnarsdóttir og Ásmundur Helgason fluttu inn í íbúð sína á Spáni sama dag og útgöngubann var sett á þar í landi. Það reyndi á að vera í tómri íbúðinni í sex vikur en þau sjá ekki eftir ákvörðuninni um að breyta til. Markmiðið var að stíga af hamstrahjólinu og það hefur sannarlega tekist. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is HAFI VEÐRIÐ SEM VIÐ LENT- UM Í Á LANDI VERIÐ SLÆMT, ÞÁ HEFÐI VEÐRIÐ Á SJÓ FLOKKAST SEM TVÖFÖLD RAUÐ VIÐVÖRUN. FYRSTU NÓTTINA HENTUMST VIÐ EKKI BARA ÚR RÚMINU OG FRAM Á GÓLF HELDUR ALLA LEIÐ FRAM Á GANG. Þegar fjögur börn þeirra Ása og Elínar voru öll flutt að heiman ákváðu þau að gera eitthvað skemmtilegt og uppbyggjandi fyrir sig sjálf. MYND/AÐSEND 2 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.