Fréttablaðið - 24.10.2020, Side 28

Fréttablaðið - 24.10.2020, Side 28
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Leikbreytir aðstoðar fyrirtæki við að bjóða viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjón- ustuupplifun. Til þess nýtir Leik- breytir alla þá tækni og þekkingu sem er í boði og hámarkar þannig skilvirkni þjónustu. Yngvi Tómasson, framkvæmda- stjóri Leikbreytis, segir að sam- skipti fyrirtækja við viðskiptavin- ina hafi breyst mikið undanfarin ár og nú séu þau flest í gegnum tölvupóst og netspjall. „Hingað til hefur aðaláherslan verið mælingar þjónustuvera yfir fjölda símtala, hversu fljótt þeim sé svarað, hver sé helsti álagstím- inn og svo framvegis. Við erum að selja fyrirtækjum þjónustulausnir sem mæla netsamskiptin á sama máta,“ útskýrir Yngvi. „Þetta eru lausnir sem mæla á hvaða tíma flestir tölvupóstar berast fyrirtækjum, hversu fljótir starfsmenn eru að svara og svo framvegis. Þetta gerir fyrirtækjum kleift að mæla þjónustustig í netsamskiptum. Fyrirtæki geta þá líka mælt hvort mikið sé um endurteknar fyrirspurnir og hvort tækifæri liggi í aukinni sjálfvirkni til að fyrirbyggja endurteknar fyrirspurnir.“ Snjallar vefverslanir Leikbreytir smíðar einnig og þjónustar netverslanir með áherslu á aukna sjálfvirkni. „Við erum að gera það sem kallast snjallar vefverslanir, með snjall- mennum og aukinni sjálfvirkni. Við byggjum á þeirri hugmynda- fræði að því hraðar sem fyrir- spurnum er svarað, því meiri líkur eru á að ná sölu og bæta þjónustu,“ segir Yngvi. „Með snjallri vefverslun getur notandinn átt samskipti við snjall- menni og spurt um vörur eða skil á vörum og fengið stöðu á pöntun- um, svo dæmi séu nefnd. Við erum mikið í því að innleiða netspjall og snjallmenni, þannig hjálpum við fyrirtækjum að taka fyrstu skrefin í þessa átt. “ Yngvi segir að þessa dagana sé Leikbreytir að fá mikið af fyrir- tækjum í þjónustu sem vilja leggja meiri áherslu á vefverslun vegna COVID. Hann segir að fyrir COVID hafi mörg fyrirtæki verið með vef- verslun, sem var kannski aðallega til að sýna vöruúrvalið. En núna hafi orðið mikil aukning í verslun gegnum þær. „Við höfum tekið eftir því að fyrirtæki eru í auknum mæli að leita að þjónustuaðilum til að halda utan um vefverslanirnar fyrir sig. Við erum á þessu ári búin að taka yfir fjölda vefverslana, sem og smíða nýjar. Þetta eru mikið verslanir sem voru til fyrir, en við höfum tekið yfir reksturinn og þjónustað þær frá a-ö. Það hefur kannski orðið sprenging í notkun þeirra og þá þarf að gera verslunina sjálfvirkari og skilvirkari almennt. Við höfum til dæmis gert það með snjallmennum, með því að tengja bókhaldskerfið við vefverslunina svo ekki þurfi að handfæra allt í bókhaldið og beintengja þær við Íslandspóst, eða þann sem sér um að fara með sendingar. Í raun bara allt sem fær verslunina til að verða betri og skilvirkari,“ segir hann. Yngvi segir að Leikbreytir sé ekki eingöngu að þjónusta net- verslanir þegar kemur að veflausn- um. Ýmis önnur fyrirtæki eru með alls kyns þjónustu sem er að færast að miklu leyti yfir á netið. Hann tekur sem dæmi lánafyrirtæki sem er í viðskiptum hjá honum. „Við gerðum umsóknarkerfi fyrir fyrirtækið. Slík þjónusta og umsóknir almennt eru að fara mikið meira yfir á netið, í kjöl- far þess að hægt er að fá rafrænar undirskriftir frá viðskiptavinum, sem er í raun algjör leikbreytir.“ útskýrir hann. „Við sjáum að snjallmenni henta ekki öllum fyrirtækjum því oft er tækniumhverfi þeirra ein- faldlega ekki klárt í að nýta þau. Þúsaldarkynslóðin vill frekar eiga samskipti í gegnum netspjall en símtöl, og það á líka við um margt eldra fólk núorðið. Þannig að við hjálpum fyrirtækjum að innleiða netspjall, greina tækifærin í að bæta þjónustuna og fyrirbyggja endurtekin verkefni. Það er rauði þráðurinn í gegnum þetta allt.“ Byggir á langri reynslu Yngvi hefur langa reynslu af vef- síðugerð en hann segist hafa verið um það bil 14 eða 15 ára þegar hann seldi fyrstu vefsíðuna og 16 ára þegar hann var ráðinn sem vefstjóri hjá Halló! Frjáls fjar- skipti. „Ég hef unnið í þessum geira í tæp 25 ár. Lengst af átti ég og rak Davíð og Golíat ásamt viðskiptafélaga, eða í tæp tíu ár, DG sameinaðist síðan Premis 2017. Ég fór í MBA- nám í Háskól- anum í Reykjavík um svipað leyti og bauðst starf sem vörustjóri fyrirtækjasviðs Nova. Ég var þar í tæplega tvö ár samhliða MBA- náminu, en það togaði í mig að fara aftur í eigin rekstur og var ákvörðunin einföld eftir loka- kúrs sem ég tók í MBA-náminu í frumkvöðlafræðum við Babson í Bandaríkjunum. Þá var eiginlega ekki aftur snúið. Ég er núna búinn að vera með Leikbreyti í tæp tvö ár,“ segir hann. Hann segir að þó fyrirtækið sé ungt byggi það á langri reynslu starfsfólksins. Gildi Leikbreytis eru áhersla á gegnsæi í verðlagn- ingu og góð þjónusta. „Við gerum bindandi tilboð í alla vinnu sem við tökum að okkur. Við erum því ekki að koma með bakreikninga. Það er liður í góðri þjónustu. Við tökum líka ábyrgð á okkar verkefnum og rukkum fyrirtæki ekki fyrir við- gerð á einhverju sem við smíð- uðum fyrir nokkrum mánuðum síðan,“ segir Yngvi. „Við seljum viðskiptavinum ekki eitthvað sem þeir þurfa ekki á að halda. Við förum ekki inn í fyrirtæki með margra milljóna króna lausn ef hún er óþörf. Við tökum þetta skref fyrir skref, mælum og metum hvað hægt er að gera sjálfvirkt og hvað mun skila árangri. Við bjóðum viðskipta- miðaðar lausnir, við seljum ekki tæknilausnir, heldur hjálpum við fyrirtækjum að bæta sinn rekstur og þjónustu. Ég vil meina að við bjóðum fyrirtækjum stafræna vegferð án varalitar, sem endur- speglast í verðlagningunni á okkar lausnum.“ Leikbreytir byggir á áratugareynslu starfsfólksins en Yngvi hefur unnið í geiranum í tæp 25 ár. Gildi Leikbreytis eru áhersla á gegnsæi í verðlagningu og góð þjónusta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Yngvi segir Leikbreyti vera eitt fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í snjallmennum og sjálfvirkni í svörun. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.