Fréttablaðið - 24.10.2020, Side 37

Fréttablaðið - 24.10.2020, Side 37
Betri samgöngur ohf. er opinbert hlutafélag sem stofnað var til að hrinda í framkvæmd uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við samgöngusáttmála sem ríkið annars vegar og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hins vegar gerðu með sér. Félagið hefur yfirumsjón með framkvæmdum vegna uppbyggingar á samgöngum á höfuðborgarsvæðinu og fjármögnun þeirra. Markmið félagsins er að stuðla að greiðum, skilvirkum, hagkvæmum og öruggum sam­ göngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra sam göngu máta. Auk þess að vinna að auknu umferðaröryggi og stuðla að því að loftslagsmarkmiði um sjálfbært og kolefnislaust borgarsamfélag verði náð. Félaginu er ætlað að tryggja samstarf milli ríkis og sveitarfélaga um skilvirka uppbyggingu samgönguinnviða. Félagið hefur yfirumsjón með framkvæmdunum og fjármögnun þeirra m.a. með yfirtöku og þróun á landi við Keldur í Reykjavík. Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Hilmar Garðar Hjaltason hilmar@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð og telur að nýtist í starfi framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf. Framkvæmdastjóri – Betri samgöngur ohf. Stjórn Betri samgangna ohf. leitar að framsýnum leiðtoga til að taka virkan þátt í stórfelldri uppbyggingu innviðasamgangna á höfuðborgarsvæðinu með m.a. borgarlínu, göngu- og hjólastígum, umferðarstýringu og stofnvegaframkvæmdum. Framkvæmdastjóri skal hafa skýra sýn á undirbúning og framkvæmd verkefna félagsins ásamt frumkvæði og metnaði til að sýna árangur og kraft til að hrinda þeim í framkvæmd. Viðkomandi þarf að hafa sýnt hæfni í samskiptum og samvinnu, breiða þekkingu, reynslu og metnað til að ná árangri í þágu samfélagsins. Starfssvið • Ábyrgð á uppbyggingu félagsins, daglegum rekstri og stjórnun. • Talsmaður Betri samgangna ohf. • Ábyrgð á heildstæðri áætlunargerð og áhættustýringu. • Yfirumsjón með samræmingu verkefna milli sveitarfélaga og mat á forgangsröðun. • Eftirfylgni gagnvart sveitarfélögum um nauðsynlegar breytingar á skipulagsáætlunum. • Yfirumsjón með þróunarvinnu á landi við Keldur. • Yfirumsjón innheimtu, flýti- og umferðargjalda á höfuðborgarsvæðinu, verði ákveðið með lögum að leggja slík gjöld á. • Yfirumsjón með samningsgerð við hagaðila. • Samskipti við hagaðila. • Undirbúningur stjórnarfunda og eftirfylgni stjórnarákvarðana. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf skilyrði, meistarapróf er kostur eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi. • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samskiptahæfni. • Víðtæk og árangursrík reynsla af stjórnun og rekstri, stefnumótun og áætlanagerð. • Reynsla af fjármögnun og rekstri umfangsmikilla verkefna. • Reynsla af að leiða viðamikil þróunarverkefni og samningum sem fylgja er kostur. • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri. • Reynsla af framkvæmdum er kostur. • Reynsla af opinberri stjórnsýslu og alþjóðasamstarfi er kostur. • Mjög góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku er nauðsynleg. Umsóknarfrestur um starfið er til og með 8. nóvember 2020. Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.