Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 60

Fjölrit RALA - 13.09.1980, Page 60
50 JARÐRÆKTARTILRAUNIR. Starfsemi tilraunastöðvanna í ár var með svipuðu sniði og undanfarið, nema tilraunúm hefur heldur fækkað. Þær voru síðastliðió sumar 110-120 talsins. Mest hefur tilraununum fækkað á Möóruvöllum. Áburðartilraunir og tilraxinir með grasstofna eru langstærstu flokkarnir með um 70 tilraunir. Tilraunir með matjurtir og berjarunna hafa síóustu ár verið meiri en oftast áður, og var umfang þeirra í ár svipað og undanfarið. Grænfóðurstilraunir voru ekki margar í ár. Af öðrum tilraunum má nefna tilraunir með búfjáráburð, illgresiseyðingu, fræ- og kornrækt og fleira. Helzta nýjung í tilraunastarfseminni var tilraun á Möðruvöllum, er könnuð voru áhrif svella að vetrinum á uppskeru og gróðurfar. Áburðartilraunimar eru flestar mjög gamlar, hin elsta frá 1938, og er hlutverk þeirra einkum að leiða í ljós laragtímaáhrif af notkun til- búins áburðar. Grasstofnatilraunirnar standa að jafnaði ekki mörg ár, en reynt er að fylgjast með gróðurfari í þeim,eftir að uppskerumælingum er hætt. Á öllum stöðvunum var uppskera tilraunanna mun minni en venja er vegna kulda í vor og sumar. Kal var þó ekki verulegt, heldur umfram allt minni spretta. Einnig var fræ- og komuppskera með allra minnsta móti. 10. tafla sýnir uppskeru í einni tilraun á hverri stöð. Þetta eru allt tilraunir með ólíkar tegundir N-áburðar, og tölurnar eru meðaltöl b-, d- og e-liða, en það eru liðir, sem fengu Kjama og kalksaltpétur. 10. tafla. Þe. hkg/ha 1979 Mt. Fjöldi ára Reykhólar 23.7 56.0 21 Möðruvellir 22.2 46.7 35 Skriðuklaustur 28.8 67.5 25 Sámsstaðir 52.7 57.3 23 Niðurstöður jarðræktartilrauna á stöðvunum birtast í sérstöku fjölriti, sem nefnist Jarðræktartilraunir 1979.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.