Fjölrit RALA - 10.03.1981, Blaðsíða 11
VII
Formáli.
Nú birtist í níunda sinn í einu hefti skýrsla um árlegar niður-
stcður jarðræktartilrauna tilraunastöðvanna í jarðrækt. Hafa þær til
þessa takmarkast að raestu við starfsemi tilraunastöðvanna á Reykhólum,
Akureyri/Möðruvöllum, Skriðuklaustri og Sámsstöðum og samvinnu þeirra
við búnaðarsambönd og Bændaskólann á Hólum um tilraunastarfsemi.
Nýjung að þessu sinni er, að skýrsla um jarðræktarrannsóknir á til-
raunastöðinni á Korpu birtist í sama hefti. Áður höfðu skýrslur um
þá starfsemi birst sérstaklega, lengst af árlega, en síðasta skýrslan
náði til áranna 1973-1978. Ekki hafði birst skýrsla um tilraunir á
Korpu 1979 og því er tveggja ára niðurstöður þaðan að finna í þessu
hefti. Skýrsla um tilraunir Bændaskólans á Hvanneyri kemur hins
vegar út á vegum skólans eins og verið hefur. Loks er í heftinu
skýrsla um tilraunir með einæra lúpínú á vegum gróðurnýtingardeildar
Rala.
Handrit að skýrslu tilraunastöðvanna á Reykhólum, Möðruvöllum,
Skriðuklaustri og Sámsstöðum gerði Guðni Þorvaldsson að mestu leyti,
en Hólmgeir Björnsson sá um útreikninga. Skráning gagna fór nú í
fyrsta sinn fram um tölvuskjá beint inn á tölvudisk, þ.e. án þess að
gataspjöld væru notuð sem milliliður. Tilraunastjórarnir lásu hand-
ritið yfir og endurbættu í ýmsum greinum. Skýrslan um lúpínutilraunir
var unnin af Andrési Arnalds og Sigfúsi Bjarnasyni.
Við gerð Korpuskýrslunnar hafa margir komið við sögu. Hólmgeir
Björnsson sá um tölvuuppgjör, þar sem því varð við komið. Þóroddur
Sveinsson og Óli Valur Hansson tóku sainan gögn um matjurtatilraunir og Sigur-
geir Ólafsson um kartöflutilraunir. Tryggvi Gunnarsson gerði saman-
tekt á vaxtarmælingum kartaflna og grasa. Við samantekt annarra til-
rauna unnu einkum Jónatan Hermannsson, Guðni Þorvaldsson og Hólmgeir
Björnsson. Ennfremur sáu þeir um yfirlestur handrits og samræmingu.
Kristín Emilsdóttir vélritaði skýrsluna, og Guðrún Hólmgeirsdóttir
var tölvuritari.
ÞÓtt margra hafi hér verið getið,hafa þó fleiri lagt þar nokkuð
af mörkum og ógetið er þeirra fjölmörgu, sem hafa unnið að gerð til-
rauna þeirra, sem skýrslan nær til.