Fjölrit RALA - 10.03.1981, Blaðsíða 122
Korpa 1979 og 1980.
110
Stofnarnir voru þessir:
Saranac
Anchor
Iroquos
Agate
W.L. 318
Citation
Vanguard
ARC.
Apollo
Bic 7
Skemmst er frá því að segja, að ekki lifðu nema örfáar plöntur af
veturinn 1979-1980. Þær sem hjörðu sýndu lítinn þrifnað síðasta sumar
og voru engar mælingar á þeim gerðar.
Athugun á vetrarrúgi.
Vorið 1977 var sáð fræi af tiiu stofnum vetrarrúgs á Korpu. RÚgur
er víxlfrjóvga og því var uppskerunni haustið 1978 slegið saman í eitt.
Þessi rúgur mun vera verulega arfblendinn og því er ætlunin að rækta
hann nokkrar kynslóðir á Korpu í von um að úr honum veljist það, sem
helst á lífsvon við íslenskar aðstæður.
Sumarið 1979 var sáð 2,5 kg af rúgi í 150 m2. Sáð var 18. júlí,
28. júlí og 7. ágúst í 50 m^ í hvert skipti. RÚgurinn kom vel upp eftir
fyrstu sáninguna, en þurrkur olli því, að seint spiraði fræ úr síðari
sáningunum tveimur. September var mjög kaldur og því fór rúgurinn illa
þroskaður undir vetur. Vorið 1980 kom hann nokkuð vel upp eftir sáning-
una 18. júlí, en ákaflega strjált eftir síðari sáningarnar tvær. RÚg-
urinn skreið að meðaltali 9. júní, það vor blómstraði að meðaltali 15.
júlí. Rúgúrinn var skorinn upp 16. september. Þá var þurrefni kornsins
53%. Uppskera var 4,5 kg og kornþyngd 26 mg. Áburður var jafngildi 70
kg N á ha í Græði 5 hvort sumar.
Suamrið 1980 var sáð 720 g fræs frá 1978 í 60 m2. Reyndir voru
tvéir mismunandi sáðtimar — 23. júli og 6. águst — og þrir áburðarskammt—
ar sáðárið - jafngildi 60, 90 og 120 kg N á ha i Græði 5. RÚgurinn kom
vel upp og þótti fara bærilega þroskaður undir vetur.
Athugun á strandreyr.
Á Korpu er túnblettur vaxinn strandreyr. Hann var sleginn 15. sept-
ember 1980. Uppskera reyndist þá vera 106 hkg þe. á ha. Hluti uppsker-
unnar var þurrkaður og sendur Iðntæknistofnun til tilraunaframleiðslu á
þilplötum. Eftir slátt var haustáburður reyndur á hluta spildunnar og
verður hann væntanlega borinn saman við voráburð að ári. Að siðustu var
reynt að fjölga honum með þvi að tæta hann niður i flag.