Fjölrit RALA - 10.06.1985, Blaðsíða 40
36
dýraskálann og dýrheld girðing umhverfis. Sérstök bygging
þarf að vera í beinum tengslum við dýraskálann, með aðstöóu
til þrifa á áhöldum og fóóurílátum, fatahengi og
hreinlætisaóstöðu fyrir starfsfólk, sérstöku
skoóunarherbergi, frysti og aóstöóu til pelsunar.
Á sóttkvíarbúi skal vera algjört bann gegn hunda- og
kattahaldi. Ekki mega starfsmenn heldur halda hunda eða
ketti á heimilum sínum.
6.1.6 Staðsetning og rekstrarform
Eitt sóttkvíarbú ætti að nægja fyrir innflutning
kynbótadýra (hugsanleg staðsetning búsins væri i Hrísey).
Bú sem þetta getur engan veginn staðið undir sér
fjárhagslega. Eólilegast væri að Samband islenskra
loódýraræktenda ræki búið með styrk frá opinberum aðilum,
sem m.a. bæru allan kostnað af heilbrigðiseftirliti með
búinu.
6.2 Einangrunar- og kynbótabú
6.2.1 Hlutverk og dýrahald
Eins og fram kemur hér að framan er gert ráð fyrir að
dýr fædd á sóttkviarbúi verði tekin til frekari ræktunar og
kynbóta á svokölluðum einangrunar- og kynbótabúum (sjá mynd
5.1). Tófur þar yrðu sæddar meó sæði úr refum af
sóttkviarbúinu annað árió sem þeir eru i sóttkvi (16 mánuðum
eftir innflutning). Af einangrunar- og kynbótabúunum yrðu
fluttir hvolpar til loðdýraræktenda og mætti gera það 12
mánuöum eftir aó foreldrar þeirra komu þangað (i desember).
Þessi bú verða einnig ætluð sem sæóingarstöðvar fyrir
refi. Sæði mætti taka úr refum 4 mánuðum eftir komuna á
einangrunar- og kynbótabúin. Fyrstu hvolparnir út af
innfluttu dýrunum gætu þannig fæóst hjá hinum almenna
loödýraræktanda 18 mánuóum eftir innflutning og fyrstu
skinnin farið á markað 2 árum eftir innflutning. Á mynd 5.2
er sýndur ferill eins innflutts refs (A) og nokkurra
afkomenda hans í karllegg.
6.2.2 Aðbúnaður og fyrirkomulag
Gera verður svipaðar kröfur til einangrunar- og
kynbótabúa og til sóttkvíarbús hvað allar aðstæður varðar
(varnir, eftirlit, aðstöðuhús, bann við hunda og kattahaldi
o.s.frv.).
6.2.3 Staðsetning og rekstrarform
Til aó byrja með er gert ráð fyrir tveimur
einangrunarbúum, t.d. á bændaskólanum að Hvanneyri og
Hólum. Stefnt skal aö því að þau verði 5 innan fárra ára,