Fjölrit RALA - 10.06.1985, Blaðsíða 63

Fjölrit RALA - 10.06.1985, Blaðsíða 63
59 12.4.4 Smithætta frá mönnum, áhöldum og fóðri Menn geta auðveldlega borið með sér smit inn á loð- dýrabú frá öðrum búum eða hundum og köttum, bæði veirusmit og snikjudýr. Eru mörg dæmi um smitdreifingu af þessu tagi, jafnvel milli landa. Smit getur einnig borist milli búa með tækjum, fóðurílátum og fleiru þess háttar. Vegna margra sameiginlegra áhættuþátta er eðlilegt að líta á hvert það svæói, sem hver einstök fóðurstöð þjónar, sem eina heild hvaó smitvarnir varðar. {Um sjúkdómahættu af sláturúrgangi sjá Viöauka VII). 12.5 Almennt heilbrigðiseftirlit Fullyróa má að velflest vandamál sem koma upp í loðdýrabúskap megi á einn eða anna hátt rekja til fóðursins. Þar má til nefna efnasamsetningu, hráefnisval, gæði hráefnis, fóðurgerð og meðhöndlun fóðursins heima á búunum. Eitt brýnasta verkefnið á sviði sjúkdómavarna er að koma upp öflugu fóðureftirliti. I nágrannalöndum okkar hafa landssamtök loðdýrabænda dýralækna i sinni þjónustu. Á sínum tíma var það eitt fyrsta verkefni þessara manna að koma á fót sliku eftirliti. Vafasamt er að samtök islenskra loódýrabænda séu sem stendur nógu öflug til þess að feta i fótspor grann- þjóða okkar á þessu sviði. Tilraunastööin á Keldum hefur á undanförnum árum leitast við að sinna þörfum loðdýraræktarinnar á sviði sjúkdómarannsókna. Meðal ^nnars hefur verið komið upp sérstökum greiningarprófum vegna plasmacytosis i minkum og nosematosis i refum. Auk þess er árlega krufinn mikill fjöldi loðdýra. Dýralækni stöóvarinnar hefur timabundið verið falið eftirlit með innfluttum dýrum i sóttkvi og yfirumsjón með útrýmingu plasmacytosis. Landbúnaðarráðu- neytió hefur greitt hluta launa- og feróakostnaðar vegna þessarar starfsemi, en enn sem komið er hefur engu fjármagni verið veitt til uppbyggingar rannsóknaraðstöðu vegna þessara verkefna. Með áframhaldandi uppbyggingu loðdýraræktar á íslandi mun þörfin á sérfræðiþjónustu á sviði sjúkdómavarna aukast gifurlega. Á það skal einnig bent að ef við ætlum að hasla okkur völl sem útflytjendur loðdýra verður að vera hægt aö visa til þess að þessi mál séu i vióunandi horfi. Ætla má að þjónusta á sviði sjúkdómavarna verði best efld á þann hátt að sú starfsemi sem þegar er fyrir hendi á Tilrauna- stööinni á Keldum verði styrkt til muna með ráðningu sérstaks dýralæknis i loódýrasjúkdómum og aukið fjármagn veitt til uppbyggingar á rannsóknaaðstöðu á þessu sviði. Við erum enn sem komið er smáir i loðdýraræktinni og þvi mikilvægt að dreifa ekki kröftunum um of. Ráðning sérstaks dýralæknis til samtaka loódýrabænda i likingu við þaó sem tiðkast i nágrannalöndum okkar yrði næsta gagnslitil ef honum væri ekki samtimis búin viðhlitandi starfsskilyrði, bæði rannsóknaraöstaða og aðstoðarfólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.