Fjölrit RALA - 10.06.1985, Blaðsíða 44
40
Tafla 7.1 Kostir og gallar Alaskarefa og fjallrefa.
Alaskarefur
Fjallrefur
Kostir: Stór, frjósamur
Feldur ljós og
fingerður (aðallega
undirhár).
Hreinn litur, stundum
silfraður.
Gallar: Feldur of brúnleitur
Litill.
Litt frjósamur.
og dökkur.
Striðhærður.
í meðan það var Norðmönnum kappsmál að rækta "hreinan
stofn" blárefa, hirtu þeir litt um þá einstaklinga af
óvenjulegum lit, sem annaö slagið litu dagsins ljós (5).
Það var ekki fyrr en um 1940, sem loðdýraræktendur gerðu sér
almennt' grein fyrir, að sjaldgæfir litir gætu verið
verðmætir, en á striðsárunum var markaóur takmarkaður,
loödýrabændur héldu stofnum sinum i lágmarki og fáir treystu
sér til aó taka áhættu.
Þegar lifnaði yfir skinnasölu á ný og fjölga tók refum
á loödýrabúum, fóru ný afbrigði að koma á markaðinn. Þetta
stafar af þvi, að menn höfóu augun opin fyrir þeim, en
einnig eru stökkbreytingar eðlilega algengari i stórum
stofni en litlum. Tafla 7.2 sýnir þau afbrigði af bláref,
sem orðið hafa til við stökkbreytingu á Norðurlöndunum siðan
i striðslok.
Islenski refurinn hefur, eins og áður sagói, ekki verið
ræktaður nema að mjög takmörkuóu leyti, enda gekk erfiðlega
aö fá dýr, sem tekin höfóu verið á grenjum, til aó timgast i
haldi (7) (sjá einnig Vióauka II). Af þessum sökum hafa
blæbrigói hinna mórauðu, islensku refa litt verið könnuð.
Theódór Gunnlaugsson (8) nefnir 5 meginblæbrigði
mórauðra dýra á Islandi og eru þau eftirfarandi:
1. Grátt.
2'. Blátt.
3. Gult.
4. Svart.
5. Mórautt.
Af þessum fimm blæbrigðum segir Theódór, að hið gula og
hið svarta séu sjaldgæfust, en hann hafði séð tvo refabelgi