Fjölrit RALA - 10.06.1985, Blaðsíða 61

Fjölrit RALA - 10.06.1985, Blaðsíða 61
57 Ef innfluttu dýrin reynast laus vió sjúkdóma, veróur leyft aó selja hvolpa og sæói frá einangrunar- og kynbóta- búunum til loðdýrabænda. Fyrstu sæðingahvolpar út af innfluttum refum fæöast þá hjá hinum almenna loðdýrabónda 1 1/2 ári eftir innflutning, og bændur eiga kost á að kaup lifdýr út af þeim um 20 mánuðum eftir innflutning. Bændur munu eiga kost á að kaupa lífdýr út af innfluttum minkum um 1 1/2 ári eftir innflutning, enda er gert ráð fyrir að fluttar verói inn hvolpafullar minkalæður. Hugmyndir hafa komið fram um að gera skólabúin á Hvanneyri og Hólum að einangrunar- og kynbótabúum. Það hefur vissulega ýmsa annmarka i för meó sér. Skólabúin þurfa að vera kennslubú i einhverjum mæli og jafnvel tilraunabú. Á þaö ber hins vegar aó lita að einangrunar- og kynbótabúin eru fyrst og fremst hugsuó sem eins konar öryggisventill, áöur en afkvæmum innfluttra dýra er hleypt út á almennan markaó. Skólabúin eru einnig af ýmsum ástæðum betur i stakk búin heldur en önnur bú til að mæta þeim kröfum, sem gera verður til búa sem þessara. 12.3.3 Eftirlit og rannsóknir. A sóttkviartimanum þarf að vera virkt eftirlit meö innfluttu dýrunum og m.a. reglubundin sýnataka. Tilrauna- stöóin á Keldum hefur til þessa annast eftirlit með innflutningi og rannsóknir sem þvi tengjast fyrir hönd landbúnaðarráðuneytisins og yfirdýralæknisembættisins. Þar er nú fyrir hendi allnokkur sérþekking og rannsóknaaðstaða. Með auknum umsvifum i loðdýrarækt og eftirliti vegna innflutnings, sæðingum og jafnvel útflutningi lifdýra þarf þó að stórefla þessa starfsemi. Það verður ekki gert nema meó auknum mannafla og fjármagni frá hinu opinbera eða samtökum loðdýrabænda (sjá 12.5). 12.4 Smithætta og smitleiðir innanlands 12.4.1 Smithætta af völdum sæðinga Ef Islendingar ætla sér aó verða samkeppnisfærir við aðrar þjóöir i loðdýrarækt verður fljótlega að koma af stað sæðingum hér á landi. Þróunin á þessu sviði hefur oröið svo hröð i nágrannalöndum okkar að þar jaðrar við að allt skipulag hafi farió úr skorðum. I Noregi hafa t.d. komið upp legbólgufaraldrar i tófum sem hefur beinlinis verið hægt að rekja til sæðinga. Hafa þá afköstin og hrein gróðasjónarmið verió látin ráða ferðinni, en ekki verið gætt viðhlitandi sóttvarnarsjónarmiöa. Einnig hefur þetta haft i för með sér óhóflega notkun lyfja, m.a. hormónalyfja, sem eru varhugaverö frá kynbótasjónarmiði. Við ættum aö geta dregið nokkurn lærdóm af reynslu annarra i þessum efnum. Þvi er lagt til, að sæðingar verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.