Fjölrit RALA - 10.06.1985, Blaðsíða 62

Fjölrit RALA - 10.06.1985, Blaðsíða 62
58 eingöngu í höndum fagmanna (dýralækna, ráðunauta) og einungis heimiluó þeim sem fengió hafa til þess tiltekin leyfi. Hugsanlega mætti veita bændum löggildingu til sæóinga, en þó einungis á eigin búum. Þaó hefur sýnt sig erlendis, að það er ákaflega óheppilegt, m.a. frá kyn- bótasjónarmiði, að sæðingamaður hafi jafnframt hagsmuni af sæóissölu. Vió skipulag sæóinga ber að leitast við, aó sæðinga- maóur fari á milli búa, en ekki að læðum sé safnað saman víðsvegar aö á einhvern ákveðinn stað. 12.4.2 Smithætta frá hundum og köttum Hundar geta borið nær alla þá sjúkdóma og sníkjudýr, sem hrjáð geta refi, t.d. alvarlegar veirusýkingar eins og hvolpaveiki og smitandi heilahimnubólgu. Svipuðu máli gegnir um ketti. Hundar og kettir eiga þvi ekki heima á loðdýrabúum. Á sóttkvíarbúi og einangrunar- og kynbótabúum skal vera algjört bann við hunda- og kattahaldi. Sömuleiðis skal starfsmönnum þessara búa óheimilt að halda hunda og ketti sem heimilisdýr. Geró er sú krafa til sóttkvíar- og einangrunarbúa, að þar sé þreföld vörn gegn því aö dýr geti sloppið úr haldi, þ.e. aó auk venjulegs búnaðar sé dýrheld girðing umhverfis. Þetta er ekki einungis til varnar því að dýr geti sloppið, heldur einnig til þess að koma í veg fyrir að flækingshundar og kettir komist í nána snertingu við dýr á búunum. Líkur benda til aó hundar hafi borið smitsjúkdóm í refabú hér á landi (smitandi lifrarbólgu), og erlendis hefur hringskyrfi borist í refabú með villiköttum svo að dæmi séu nefnd. 12.4.3 Smithætta frá villirefum og villimink Þegar refarækt var stunduð hér á árum áður mun eyrnamaur hafa verið allútbreiddur, a.m.k. í silfurrefnum. Það er næsta líklegt að hann hafi þá borist í villta refa- stofninn. Annars er lítið vitaó um heilbrigði villta íslenska refastofnsins og því er mjög varhugavert að taka melrakka til eldis á venjulegum refabúum, enda er það bannað samkvæmt lögum. Hér á landi erum viö komnir vel á veg með að útrýma veirusjúkdómnum plasmacytosis í alimink. Rannsóknir benda til að villiminkurinn hér á landi sé haldinn þessum sjúkdómi. Er því allmikil hætta á endursmiti frá honum. Hafa ætti sem meginreglu að lóga tafarlaust loðdýrum sem sleppa úr haldi og nást aftur, sé minnsta hætta á að þau hafi haft samneyti við villt dýr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.