Fjölrit RALA - 10.06.1985, Blaðsíða 39
35
ffiskilegt er aö refir séu
(desember), en hagkvæmast er
minkalæóurnar inn í apríl.
fluttir inn síöla hausts
aö flytja hvolpafullu
6.1.3 Lengd sóttkvíartíma
Um lengd sóttkvíartíma skal gilda eftirfarandi:
Refir: Þegar ljóst þykir aö innfluttu dýrin séu
heilbrigð og afkvæmi þeirra hafi reynst heilbrigð við skoöun
og krufningu við pelsun haustið eftir aó foreldrarnir voru
fluttir til landsins, má flytja lífdýr undan innfluttu
dýrunum á sérstök einangrunar- og kynbótabú (sjá 5. kafla og
síóar). Þetta er 12 mánuóum eftir innflutning. Á fengitíma
um vorið, 16 mánuðum eftir innflutning, má einnig flytja
sæði úr innfluttum refum á sóttkvíarbúinu í tófur á
einangrunar- og kynbótabúum.
Minkar: Flytja má paraðar læður af sóttkviarbúi yfir á
einangrunarbú ári eftir innflutning enda hafi innfluttu
dýrin reynst heilbrigð, átt heilbrigð afkvæmi og verið
neikvæð í reglubundnú plasmacytosisprófi.
Innflutningur kynbótadýra á 3-5 ára fresti ætti að
fullnægja þörfum okkar. Þegar brýnt þykir að flytja inn ný
dýr erlendis frá til kynbóta og ræktunar skal sóttkvíarbúið
rýmt. Skal þaö gert á þann hátt að slátra öllum dýrum sem
fædd eru á erlendri grund en flytja má önnur dýr yfir á
einangrunar- og kynbótabú, ef æskilegt þykir aö nota þau
áfram til undaneldis. Gert er sem sagt ráö fyrir að
innflutt dýr fari aldrei út af sóttkvíarbúinu.
Áður en ný dýr eru flutt inn skal þrífa og sótthreinsa
búið mjög rækilega og láta það standa autt um nokkurn tima.
Hugsanlega má skipta sóttkvíarbúi í smærri aðskildar
einingar sem má þá rýma eftir þörfum ef nauðsyn þykir bera
til tíóari innflutnings en gert er ráð fyrir hér aó framan.
6.1.4 Eftirlit
Nauðsyn er á reglubundnu eftirliti með dýrum i
sóttkvi. Halda þarf nákvæmar skýrslur um vanhöld og taka
sýni til mótefnamælinga og snikjudýrarannsókna. Mikilvægur
þáttur i heilbrigðiseftirliti er krufning á dýrum sem kunna
að drepast i sóttkvinni og öllum dýrum sem eru pelsuð.
6.1.5 Aðstaða og fyrirkomulag
Gera veröur talsvert meiri kröfur til aöstöðu og
fyrirkomulags á sóttkviarbúi en almennt gerist á öðrum
búum. Vera þarf minnst þreföld vörn gegn þvi að dýr geti
sloppið úr haldi, þ.e. búr með öruggri læsingu, dýrheldur
skáli með fordyri, þannig að ekki sé gengt beint inn i