Fjölrit RALA - 10.11.1992, Side 35

Fjölrit RALA - 10.11.1992, Side 35
-27- meðaltali 11,1 teg./smáreit tíu árum eftir sáningu. Fjölgun tegunda var einnig misjöfn á svæðunum. Milli mælinga fjölgaði háplöntutegundum á Holtavörðuheiði t.d. að meðaltali um 0,6 teg./smáreit á ári en á Öxnadalsheiði um 1,3 teg./smáreit á ári. Mosar. Fjöldi mosategunda var svipaður á öllum svæðunum og breyttist hann lítið með tíma (3. mynd) eða hæð yfir sjó. Nokkur aukning varð þó á öllum svæðunum, en hún var lítil. í Borgarfirði fjölgaði mosategundum að meðaltali úr 5,2 í 7,3 teg./smáreit á þremur árum. Á Holtavörðuheiði fjölgaði þeim úr 5,6 teg./smáreit 1987 í 6,3 teg./smáreit 1991. Á Öxnadalsheiði voru að meðaltali 5,7 teg./smáreit 1987 en tegundir voru orðnar 6,6/smáreit 1991. Fléttur. Fjöldi fléttutegunda var breytilegur milli reita og svæða en hann jókst í öllum reitum með tíma (3. mynd). Fæstar voru fléttutegundir í reitunum í Borgarfirði, en þar fundust aðeins 0,2 teg./smáreit þremur til fimm árum eftir að uppgræðsla hófst. Þremur árum seinna hafði þeim fjölgað í 1,3 teg./smáreit. í reitunum á Holtavörðuheiði voru fléttur fleiri, ,en þar voru að meðaltali 1,2 teg./smáreit, fimm árum eftir að uppgræðsla byijaði. Á Öxnadalsheiði var fjöldi fléttutegunda mestur og mun meiri en á Holtavörðuheiði. Á Holtavörðuheiði var fjöldinn að meðaltali kominn upp í 1,9 teg./smáreit níu árum eftir sáningu, en á Öxnadalsheiði var hann aftur á móti orðinn 3,5 teg./smáreit tíu árum eftir að uppgræðsla hófst. Ekki kom fram neinn verulegur munur á fjölda fléttutegunda með vaxandi hæð yfir sjó á þeim svæðum sem slíkur samanburður var mögulegur, þ.e. á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Flokkun og hnitun og gróðurgagna Tíðni tegunda, tegundasamsetning. Við flokkun reitasafnsins, þar sem byggt var á tíðni allra tegunda í reitunum, fengust alls sex flokkar eftir fyrstu þijú skiptiþrepin (4. mynd). Á fyrsta þrepi skiptust reitimir upp í tvo hópa. I öðrum hópnum voru reitimir af Öxnadalsheiði ásamt tveimur reitum úr Borgarfirði (Ll, Þ2). Einkennistegundir fyrir þennan hóp vora krækilyng (Empetrum nigrum), hvítmaðra (Galium normanii) og langkrækill (Sagina saginoiedes). Einkennistegund fyrir hinn hópinn var Racomitrium lanuginosum, en í þeim hópi lentu allir reitimir af Holtavörðuheiði og einn reitur úr Borgarfirði (Þl). Hvor þessara hópa skiptist síðan upp í þijá undirhópa. Allir reitir flokkuðust á sama hátt, hvort sem mælingar byggðust á fyrri (1987 eða 1988) eða seinni gróðurmælingu (1991). Allmargar tegundir tilheyrðu aðeins einum hópi eða vora bundnar við fáa þeirra. Nokkrar tegundir höfðu þó mikla útbreiðslu og fundust í flestum reitum, í þessum hópi voru mosar af ættkvíslinni Bryum, Ceratodon purpureus, Drepanocladus uncinatus og Racomitrium ericoides, sem fundust í öllum reitum í bæði skiptin sem mælingar vora gerðar. Aðrar mjög algengar tegundir vora háplöntumar vegarfi (Cerastium fontanum) og axhæra (Luzula spicata), mosamir Pogonatum urnigerum og Racomitrium lanuginosum ásamt fléttutegundinni Peltigera didactyla, en þessar tegundir fundust allar í fleiri en 12 reitum í annaðhvort eða bæði skiptin sem mælingar vora gerðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.