Fjölrit RALA - 10.11.1992, Side 52

Fjölrit RALA - 10.11.1992, Side 52
-44- tegundarinnar. Ýtt hafði verið ofan af lágri hæð, yfirborð var gróft, fremur þurrt og mjög lítið af fínkomóttu efni í jarðvegi. Ætla má að öflugt landnám mosa eins og Ceratodon purpureus, Bryum, Polytrichum og Pogonatum í veggrófum megi að verulegu leyti rekja til áhrifa áburðar, en margir þeirra eru þekktir landnemar á illa grónum svæðum sem verið er að græða upp með áburði (t.d. Bayfield 1980, Elín Gunnlaugsdóttir 1985, Densmore 1992). Fléttur reyndust mun afkastaminni landnemar en mosar og landnám þeirra varð einnig seinna. Nokkrar fléttur námu þó land í verulegum mæli í veggrófum, einkum tegundir af ættkvíslinni Cladonia, og er það svipað og átti sér stað í veggrófum í skosku hálöndunum (Bayfield 1984). Athygli vakti að við seinni mælingu voru ýmsar Cladonia tegundir og þó einkum tegundin Psoroma hypnorum famar að nema land á lágvöxnum mosum og höfðu þá myndað þunna fléttuskán ofan á mosunum. Varð þetta til þess að mikil aukning varð á fléttuþekju á kostnað mosanna á nokkrum stöðum. Af blaðfléttum voru nokkrar Peltigera tegundir landnemar í veggrófum, einkum Peltigera didactyla sem í Mið-Evrópu er talin vera dæmigerður frumbýlingur á illa grónu landi þar sem sólríkt er og þurrt (Wirth 1987). Margar fléttutegundanna sem námu land í veggrófum eru með bláþörunga og geta því bundið nitur úr andrúmslofti. Hvaða þýðingu þetta hefur fyrir landnám og gróðurffamvindu í veggrófunum verður ekkert fullyrt á þessu stigi, en vitað er að nitur er oft takmarkandi þáttur einkum á fyrstu stigum gróðurframvindu (Bradshaw 1987) og því kann landnám þessara fléttna að hafa töluverð áhrif á hvemig gróður mun þróast á komandi ámm. Niðurstöðumar sýna að margar tegundir háplantna geta numið land í veggrófum en fáar þeirra náðu einhverri þekju að ráði. Tegundimar sem mesta þekju höfðu, eins og t.d. snarrótarpuntur (Deschampsia caespitosa), krækilyng (Empetrum nigrum), fjallasmári (Sibbaldia procumbens) og klóelfting (Equisetum arvense), em að mörgu leyti ólíkar, en þær em flestar þekktir landnemar á illa grónum svæðum og algengar víða um land. Snarrótarpuntur (Deschampsia caespitosa), sem dreifist með vindi, náði mestri þekju allra háplantna. Hann hefur mikið vetrarþol (Grime o.fl. 1988) og hefur reynst öflugur í uppgræðslu hér á landi, einkum á hálendi (Áslaug Helgadóttir 1988ab, 1991). Krækilyng (Empetrum nigrum), sem einkum dreifist með fuglum og fjölgar sér auk þess með vaxtaræxlun, er duglegur landnemi og hefur það t.d. víða numið land á svæðum sem grædd hafa verið upp með áburði og grasfræi, einkum þar sem dregið hefur úr þekju grasa. Krækilyng er vetrarþolið og er einkennandi fyrir næringarsnautt umhverfi (Bell og Tallis 1973). Fjallasmári (Sibbaldia procumbens) er lítt þekktur sem uppgræðslujurt hér á landi, en hann er einkum bundinn við snjódældir til fjalla (Hörður Kristinsson 1986). Klóelfting (Equisetum arvense), sem bæði fjölgar sér með vaxtaræxlun og með gróum, er þekkt fyrir mikla landnámshæfileika (Grime o.fl. 1988). Hennar varð vart mjög fljótt í reitunum og er líklegt að hún hafi sums staðar lifað af raskið sem varð við vegagerðina, en hún hefur mikið og djúpstætt rótarkerfi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.