Fjölrit RALA - 10.11.1992, Page 55

Fjölrit RALA - 10.11.1992, Page 55
-47- tegundir eru algengar hér á landi og vel kemur til greina að nota þær í framtíðinni til uppgræðslu vegsára. Af þessum tegundum er nú aðeins framleitt fræ af snarrótarpunti og túnvingli, en einnig er alltaf eitthvað tínt af krækiberjum sem sá mætti í vegsár. Notkun hinna tegundanna kemur því vart til greina í náinni framtíð nema í smáum, stíl t.d með því að færa til plöntur úr grenndargróðri og gróðursetja þær í vegsárin eða tína fræ af þeim til sáningar. Klóelftingu verður þó ekki fjölgað með frætekju þar sem hún fjölgar sér með gróum en ekki af fræi. Á það skal bent að fjallasmári vex nær eingöngu í snjódældum til fjalla og því er ekki mögulegt að nota hann nema á snjóþungum svæðum tiltölulega hátt yfir sjó. Snarrótarpuntur er mjög öflug tegund sem verður oft ríkjandi í gróðri. Notkun hans er því varasöm, ef tilgangur uppgræðslu er að fá upp fjölbreyttan gróður í vegsárum og sem líkastan þeim sem er í nágrenni veganna. Þó má mæla með notkun hans þar sem aðstæður eru sérlega erfiðar, t.d. með hálendisvegum. Þótt belgjurtir hafi ekki verið meðal landnema í þeim veggrófum sem rannsakaðar voru er ljóst að þæi; geta haft mikil áhrif á framvindu gróðurs. Hvítsmári, sem nokkuð hefur verið prófaður til sáningar í vegraski (Áslaug Helgadóttir, þetta fjölrit), hefur víða numið land meðfram vegum og rétt er að rannsaka betur þá möguleika sem felast kunna í notkun hans og annarra belgjurta. Þótt margt hafi áunnist við uppgræðslu hér á landi á undanförnum árum er ljóst að þekking okkar á uppgræðslu vegsára er að ýmsu leyti takmörkuð og er rétt að benda hér á nokkur atriði sem vert er að huga betur að. a) Mikilvægt er að hefja rannsóknir sem allra fyrst á þýðingu þess að varðveita efsta jarðvegslagið við vegagerð. Því verði síðan jafnað yfír jarðvegssárin þegar uppgræðsla hefst. I því sambandi þarf rannsaka sérstaklega áhrif fræforða jarðvegsins á landnám plantna í veggrófum. b) Við gróðurrannsóknir sem gerðar yrðu í vegraski er mikilvægt að rannsaka betur en gert hefur verið áhrif mismunandi jarðvegsþátta á landnám plantna og framvindu gróðurs. Mæla þarf ýmsar jarðvegsbreytur, svo sem sýrustig, næringarástand, kolefnisinnihald og rakastig. Með þeim rannsóknum sem lýst hefur verið hér að ofan hafa fengist mikilsverðar upplýsingar um gróður. Endurmælingar á þessum reitum eftir 10-20 ár hefur væntanlega mikið gildi, því þannig fást upplýsingar um langtímabreytingar á gróðri í veggrófum. c) Ef megintilgangur uppgræðslu vegsára er að mynda stöðugt gróðursamfélag sem líkist grenndargróðri verður að huga mun betur að notkun innlendra tegunda en hingað til hefur verið gert. Því er nauðsynlegt að hefja tilraunir sem miða að því að nýta grenndartegundir við uppgræðslu. Má t.d. nefna að erlendis hefur dreifing á mosabrotum verið talin vænlegur kostur við uppgræðslu vegsára (Bayfield 1980) en hér á landi hefur þetta lítið verið rannsakað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.