Fjölrit RALA - 15.04.1996, Blaðsíða 54
Landgræðsla 1995
44
Erfðavistfræði íslenskra belgjurta (132-9224)
Markmiðið er að kanna, hvort unnt er að nýta hinar ýmsu tegundir belgjurta sem finnast á
íslandi í landbúnaði, en þó einkum til landgræðslu (sjá nánar Jarðræktarrannsóknir 1994).
Framkvæmd verkefnisins hefur dregist þar sem ákveðið var að seinka útplöntun um eitt
ár. Plöntum sem safnað var sumarið 1994 á Norður- og Austurlandi verður því plantað út
vorið 1996. Plöntunum verður plantað eins og áður í þrjár tilraunir: á Geitasandi, í Gunnars-
holti og á Korpu, en einnig verður tilraun lögð út á Hólasandi í S-Þingeyjarsýslu.
Vinna við verkefnið sumarið 1995 fólst fyrst og fremst í fjölgun plantna sem safnað var
1994 og eru þær hafðar í gróðurhúsi á Korpu. Um haustið voru afföll skráð í tilraunum sem
plantað var í sumarið 1994 og unnið hefur verið úr þeim niðurstöðum. Urvinnsla á
upplýsingum frá hverjum fundarstað belgjurtanna hefur farið fram og verða niðurstöðurnar
birtar í Fjölriti Rala á vormánuðum.
Vegna seinkunar á útplöntun mun mati á efniviðnum ekki Ijúka fyrr en 1998.
Nýjar aðferðir við uppgræðslu (132-1139)
Endingartími 7 seinleystra áburðargerða er mældur í tveimur tilraunum. Birki er tilrauna-
planta. Önnur tilraunin er í 10 liðum með þremur endurtekningum. Hin er í 19 liðum meö
tveimur endurtekningum en þar er einnig verið að bera saman tvær mismunandi dreifingar-
aðferðir. Gerð hefur verið grein fyrir niðurstöðum fyrstu 5 áranna í grein í Skógræktarritinu
1995.
Sumarið 1994 var skriðulli lúpínu (Lupinus polyphyllus) og tveimur stofnum af dúnmel
(.Leymus mollis), A-499 og A-510, plantað í sand í Sandgili í landi Gunnarsholts. Markmiðið
er að kanna hvernig þessum tegundum reiðir af á landi sem er mikið á hreyfingu og hvemig
gengur að rækta af þeim fræ.
Aðeins örfáar plöntur af lúpínunni eru lifandi. Talsvert hefur drepist úr A-510 og eru
plöntumar ekki eins kröftugar og í A-499.
Melgresi (132-1174)
Nokkrar línur af dúnmel eru í forprófun á Geitasandi. Þegar hafa verið valdar tvær línur til
fjölgunar. Einnig em nokkrar línur af melgresi í forprófun, þar af er ein lína með stutt strá og
góða fræsetu. Fræ er tekið af þessum línum þegar það gefst.
Fylgst var með fræþroska melgresis á nokkrum stöðum á Suðurlandi með tilliti til
fræsláttar.