Fjölrit RALA - 15.04.1996, Blaðsíða 54

Fjölrit RALA - 15.04.1996, Blaðsíða 54
Landgræðsla 1995 44 Erfðavistfræði íslenskra belgjurta (132-9224) Markmiðið er að kanna, hvort unnt er að nýta hinar ýmsu tegundir belgjurta sem finnast á íslandi í landbúnaði, en þó einkum til landgræðslu (sjá nánar Jarðræktarrannsóknir 1994). Framkvæmd verkefnisins hefur dregist þar sem ákveðið var að seinka útplöntun um eitt ár. Plöntum sem safnað var sumarið 1994 á Norður- og Austurlandi verður því plantað út vorið 1996. Plöntunum verður plantað eins og áður í þrjár tilraunir: á Geitasandi, í Gunnars- holti og á Korpu, en einnig verður tilraun lögð út á Hólasandi í S-Þingeyjarsýslu. Vinna við verkefnið sumarið 1995 fólst fyrst og fremst í fjölgun plantna sem safnað var 1994 og eru þær hafðar í gróðurhúsi á Korpu. Um haustið voru afföll skráð í tilraunum sem plantað var í sumarið 1994 og unnið hefur verið úr þeim niðurstöðum. Urvinnsla á upplýsingum frá hverjum fundarstað belgjurtanna hefur farið fram og verða niðurstöðurnar birtar í Fjölriti Rala á vormánuðum. Vegna seinkunar á útplöntun mun mati á efniviðnum ekki Ijúka fyrr en 1998. Nýjar aðferðir við uppgræðslu (132-1139) Endingartími 7 seinleystra áburðargerða er mældur í tveimur tilraunum. Birki er tilrauna- planta. Önnur tilraunin er í 10 liðum með þremur endurtekningum. Hin er í 19 liðum meö tveimur endurtekningum en þar er einnig verið að bera saman tvær mismunandi dreifingar- aðferðir. Gerð hefur verið grein fyrir niðurstöðum fyrstu 5 áranna í grein í Skógræktarritinu 1995. Sumarið 1994 var skriðulli lúpínu (Lupinus polyphyllus) og tveimur stofnum af dúnmel (.Leymus mollis), A-499 og A-510, plantað í sand í Sandgili í landi Gunnarsholts. Markmiðið er að kanna hvernig þessum tegundum reiðir af á landi sem er mikið á hreyfingu og hvemig gengur að rækta af þeim fræ. Aðeins örfáar plöntur af lúpínunni eru lifandi. Talsvert hefur drepist úr A-510 og eru plöntumar ekki eins kröftugar og í A-499. Melgresi (132-1174) Nokkrar línur af dúnmel eru í forprófun á Geitasandi. Þegar hafa verið valdar tvær línur til fjölgunar. Einnig em nokkrar línur af melgresi í forprófun, þar af er ein lína með stutt strá og góða fræsetu. Fræ er tekið af þessum línum þegar það gefst. Fylgst var með fræþroska melgresis á nokkrum stöðum á Suðurlandi með tilliti til fræsláttar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.