Fjölrit RALA - 15.04.1996, Blaðsíða 53

Fjölrit RALA - 15.04.1996, Blaðsíða 53
43 Smári 1995 Vetrarþol og vorvöxtur hvítsmára (132-9298) Markmiðið er að finna hvaða eiginleikar hafa áhrif á vetrarþol og vorvöxt hvítsmára og hvernig þeir ráða vexti og uppskeru smárans yfir sumarið. Um er að ræða evrópskt rannsóknarverkefni í COST áætluninni nr. 814, Aðlögun nytjaplantna að köldu og röku loftslagi. Þetta verkefni hófst árið 1992 og eru fundir rannsóknaraðila í Evrópu styrktir af COST 814 en afla verður tekna til sjálfrar rannsóknarvinnunnar á annan hátt. Sambærilegar tilraunir eru gerðar á 11 tilraunastöðum víðs vegar um Evrópu. Bornir eru saman tveir hvítsmárastofnar sem hafa mismunandi vetrarþol. Eru þeir ýmist ræktaðir í hreinrækt eða í blöndu. Mældir eru ýmsir vaxtareiginleikar smárans og nitur og kolvetnaforði í smærum efnagreindur nokkrum sinnum síðla hausts og snemma vors. Uppskorið er á hefðbundin hátt yfir sumarið. Harðir vetur og lágur hiti eru afgerandi þættir í nýtingu hvítsmára á jaðarsvæðum. Niðurstöður úr verkefninu munu gefa upplýsingar um hvaða eiginleikar plöntunnar ráða mestu um vetrarþol og vísa því veginn í kynbótum á vetrarþolnum hvítsmárastofnum. Sáð var í tilraun á Korpu þann 6.6. 1994 hvítsmárastofnunum AC 51 frá Aberystwyth (er á öllum tilraunastöðunum) og Undrom frá N-Svíþjóð. Svarðamautar voru ýmist rýgresi (FuRa 9001) eða vallarfoxgras (Adda). Auk þess var AC 51 í hreinræki. Reitir voru 25 m2 og endurtekningar 4. Sáð var 5 kg/ha af smára, 25 kg/ha af rýgresi og 15 kg/ha af vallarfoxgrasi. Borið var á 50 kg N/ha í Græði 1A. Sáningin tókst ekki sem skyldi, svörðurinn var lengi að þéttast og kom illgresi í reitina. Sýni voru tekin úr tilrauninni í október 1994. Sýnin eru tekin með bor sem er 12 cm í þvermál og tekur um 10 cm þykkar torfur. Torfumar eru þvegnar þannig að allur gróður næst með rótum. Veturinn 1994-1995 var bæði kaldur og langur og kom tilraunin illa undan vetri. Einkum hafði mikið drepist úr reitum þar sem sáð hafði verið breska hvítsmárastofninum AC 51. Sýni vom þó tekin einu sinni úr helmingi tilraunareita í lok maí og þau greind og mæld samkvæmt áætlun. Tilraunin var slegin um sumarið, og haustið 1995 vom tekin sýni einu sinni úr sömu reitum og í maí til greininga og mælinga. Vegna þess hve tilraunin tókst illa var ákveðið að endurtaka sáninguna. Sáð var 16. júní 1995. í nýju tilraunina er notaður hvítsmárastofninn AC 50 í stað AC 51, en hann mun líklega henta betur. Skipulag tilraunarinnar er annars eins og áður, nema reitirnir em 18 m2. Sáningin tókst mjög vel. í haust vom sýni tekin tvisvar úr tilrauninni, en efnagreiningar ekki gerðar vegna lítils magns smæra. Ráðgert er að halda áfram með nýju tilraunina, en leggja upphaflegu tilraunina niður. Taka á sýni þrisvar að vori og tvisvar að hausti hvert ár. Þá verður uppskera mæld þrisvar sinnum yfir sumarið og greind til tegunda. Stefnt er að því að meta tilraunina í þrjú ár á þennan hátt. Verkefnið er styrkt af Vísindasjóði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.