Fjölrit RALA - 15.04.1996, Page 53

Fjölrit RALA - 15.04.1996, Page 53
43 Smári 1995 Vetrarþol og vorvöxtur hvítsmára (132-9298) Markmiðið er að finna hvaða eiginleikar hafa áhrif á vetrarþol og vorvöxt hvítsmára og hvernig þeir ráða vexti og uppskeru smárans yfir sumarið. Um er að ræða evrópskt rannsóknarverkefni í COST áætluninni nr. 814, Aðlögun nytjaplantna að köldu og röku loftslagi. Þetta verkefni hófst árið 1992 og eru fundir rannsóknaraðila í Evrópu styrktir af COST 814 en afla verður tekna til sjálfrar rannsóknarvinnunnar á annan hátt. Sambærilegar tilraunir eru gerðar á 11 tilraunastöðum víðs vegar um Evrópu. Bornir eru saman tveir hvítsmárastofnar sem hafa mismunandi vetrarþol. Eru þeir ýmist ræktaðir í hreinrækt eða í blöndu. Mældir eru ýmsir vaxtareiginleikar smárans og nitur og kolvetnaforði í smærum efnagreindur nokkrum sinnum síðla hausts og snemma vors. Uppskorið er á hefðbundin hátt yfir sumarið. Harðir vetur og lágur hiti eru afgerandi þættir í nýtingu hvítsmára á jaðarsvæðum. Niðurstöður úr verkefninu munu gefa upplýsingar um hvaða eiginleikar plöntunnar ráða mestu um vetrarþol og vísa því veginn í kynbótum á vetrarþolnum hvítsmárastofnum. Sáð var í tilraun á Korpu þann 6.6. 1994 hvítsmárastofnunum AC 51 frá Aberystwyth (er á öllum tilraunastöðunum) og Undrom frá N-Svíþjóð. Svarðamautar voru ýmist rýgresi (FuRa 9001) eða vallarfoxgras (Adda). Auk þess var AC 51 í hreinræki. Reitir voru 25 m2 og endurtekningar 4. Sáð var 5 kg/ha af smára, 25 kg/ha af rýgresi og 15 kg/ha af vallarfoxgrasi. Borið var á 50 kg N/ha í Græði 1A. Sáningin tókst ekki sem skyldi, svörðurinn var lengi að þéttast og kom illgresi í reitina. Sýni voru tekin úr tilrauninni í október 1994. Sýnin eru tekin með bor sem er 12 cm í þvermál og tekur um 10 cm þykkar torfur. Torfumar eru þvegnar þannig að allur gróður næst með rótum. Veturinn 1994-1995 var bæði kaldur og langur og kom tilraunin illa undan vetri. Einkum hafði mikið drepist úr reitum þar sem sáð hafði verið breska hvítsmárastofninum AC 51. Sýni vom þó tekin einu sinni úr helmingi tilraunareita í lok maí og þau greind og mæld samkvæmt áætlun. Tilraunin var slegin um sumarið, og haustið 1995 vom tekin sýni einu sinni úr sömu reitum og í maí til greininga og mælinga. Vegna þess hve tilraunin tókst illa var ákveðið að endurtaka sáninguna. Sáð var 16. júní 1995. í nýju tilraunina er notaður hvítsmárastofninn AC 50 í stað AC 51, en hann mun líklega henta betur. Skipulag tilraunarinnar er annars eins og áður, nema reitirnir em 18 m2. Sáningin tókst mjög vel. í haust vom sýni tekin tvisvar úr tilrauninni, en efnagreiningar ekki gerðar vegna lítils magns smæra. Ráðgert er að halda áfram með nýju tilraunina, en leggja upphaflegu tilraunina niður. Taka á sýni þrisvar að vori og tvisvar að hausti hvert ár. Þá verður uppskera mæld þrisvar sinnum yfir sumarið og greind til tegunda. Stefnt er að því að meta tilraunina í þrjú ár á þennan hátt. Verkefnið er styrkt af Vísindasjóði.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.