Fjölrit RALA - 15.04.1996, Blaðsíða 58

Fjölrit RALA - 15.04.1996, Blaðsíða 58
Kynbætur 1995 48 Sameinda- og frumuerfðafræði plantna (132-9234) Markmið verkefnisins var uppbygging á aðstöðu í sameinda- og frumuerfðafræði til að nota við rannsóknir í landbúnaði, skógrækt og landgræðslu. Aðferðir sameinda- og frumuerfðafræðinnar voru nýttar til að greina arfgerðir alaskaaspar, kanna stofnerfðafræði birkis og kynbæta melgresi. Verkefnið var styrkt af Rannsóknasjóði og Framleiðnisjóði, en því lauk árið 1995. Stofnerfðafræði aspar: Sameindaerfðafræðileg aðferð RAPD (random amplified polymorphic DNA) var notuð til aðgreiningar á arfgerðum alaskaaspar. Sú nákvæma greining sem fæst með þessari aðferð gerir kleift að skipuleggja ræktun og kynbótatilraunir mun betur en áður. Einnig var aðferðinni beitt til að lýsa í fyrsta sinn erfðabreytileika í íslenskri blæösp. Stofnerfðafræði birkis: Haldið var áfram að rannsaka erfðabreytileika birkis með ríbósómgenum. Bætt var við birkisýnum af öllum aðaltegundunum í Norður-Evrópu: Betula pubescens (birki), B. nana (fjalldrapi) og B. pendula (hengibjörk). Markmiðið var að kanna skyldleika tegundanna og áhrif mismunandi umhverfisþátta á þróunarsögu birkis. Kynbætur á melgresi: Litningaaðferðir voru þróaðar til að greina uppruna tegunda, t.d. til að staðfesta um 200 nýja tegundablendinga melgresis og hveitis, svo kallað melhveiti, sem fengust sumarið 1994. Niðurstöðurnar staðfesta að plönturnar eru blendingar. Jafnframt hefur erfðabreytileiki melgresis verið skoðaður með RAPD aðferðinni. Þróuð var aðferð til að einangra DNA úr einstökum fræjum sem til voru í genbankasafni. Niðurstöðurnar gefa góðan grunn að kynbótarannsóknum melhveitis. Melhveiti (132-9304) Langtímamarkmiðið er að þróa nýja korntegund, melhveiti, til ræktunar á íslandi. Melhveiti er tegundablendingur milli mels (Leymus arenarius; L. mollis) og hveitis (Triticum aestivum; T. carthlicum). Vonast er til að hin nýja tegund fái bestu eiginleika mels svo sem veðurþol, hraðan vöxt og örugga fræmyndun, auk góðra eiginleika hveitisins svo sem komstærð, brauðgæði eða fóðurgildi. Æskilegt er að hin nýja tegund verði fjölær eins og melur. Unnið er með um 200 mismunandi blendinga sem em afurð rannsóknaverkefnisins “sameinda- og fmmuerfðafræði plantna” sem lýst var hér á undan. Þessir blendingar em mikilvægur gmnnur að áframhaldandi rannsóknum næstu þrjú árin. Framkvæmd verkefnisins er þríþætt. I fyrsta lagi kynbætur á blendingsstofni með bakvíxlun frá melgresi og þar með að auka frjósemi og fræmyndun. í öðru lagi að þróa sameinda- og frumuerfðafræðilegar aðferðir til vals á æskilegum eiginleikum melhveitisins. I þriðja lagi að mæla ræktunareiginleika. Fyrstu vísbendingar sýna að fjölærir eiginleikar erfast með blendingum þar sem annað foreldrið er melgresi (L. arenarius), en síður hjá blendingsafkvæmum dúnmels (L. mollis). Má skýringa á þessu leita í genamengi melsins þar sem melgresi er með mun stærra genamengi en dúnmelur, eða 56 litninga í stað 28, og hefur því meiri áhrif á arfgerð melhveitisins. Verkefnið er styrkt af Tæknisjóði Rannís til þriggja ára og hófst árið 1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.