Fjölrit RALA - 15.04.1996, Side 58

Fjölrit RALA - 15.04.1996, Side 58
Kynbætur 1995 48 Sameinda- og frumuerfðafræði plantna (132-9234) Markmið verkefnisins var uppbygging á aðstöðu í sameinda- og frumuerfðafræði til að nota við rannsóknir í landbúnaði, skógrækt og landgræðslu. Aðferðir sameinda- og frumuerfðafræðinnar voru nýttar til að greina arfgerðir alaskaaspar, kanna stofnerfðafræði birkis og kynbæta melgresi. Verkefnið var styrkt af Rannsóknasjóði og Framleiðnisjóði, en því lauk árið 1995. Stofnerfðafræði aspar: Sameindaerfðafræðileg aðferð RAPD (random amplified polymorphic DNA) var notuð til aðgreiningar á arfgerðum alaskaaspar. Sú nákvæma greining sem fæst með þessari aðferð gerir kleift að skipuleggja ræktun og kynbótatilraunir mun betur en áður. Einnig var aðferðinni beitt til að lýsa í fyrsta sinn erfðabreytileika í íslenskri blæösp. Stofnerfðafræði birkis: Haldið var áfram að rannsaka erfðabreytileika birkis með ríbósómgenum. Bætt var við birkisýnum af öllum aðaltegundunum í Norður-Evrópu: Betula pubescens (birki), B. nana (fjalldrapi) og B. pendula (hengibjörk). Markmiðið var að kanna skyldleika tegundanna og áhrif mismunandi umhverfisþátta á þróunarsögu birkis. Kynbætur á melgresi: Litningaaðferðir voru þróaðar til að greina uppruna tegunda, t.d. til að staðfesta um 200 nýja tegundablendinga melgresis og hveitis, svo kallað melhveiti, sem fengust sumarið 1994. Niðurstöðurnar staðfesta að plönturnar eru blendingar. Jafnframt hefur erfðabreytileiki melgresis verið skoðaður með RAPD aðferðinni. Þróuð var aðferð til að einangra DNA úr einstökum fræjum sem til voru í genbankasafni. Niðurstöðurnar gefa góðan grunn að kynbótarannsóknum melhveitis. Melhveiti (132-9304) Langtímamarkmiðið er að þróa nýja korntegund, melhveiti, til ræktunar á íslandi. Melhveiti er tegundablendingur milli mels (Leymus arenarius; L. mollis) og hveitis (Triticum aestivum; T. carthlicum). Vonast er til að hin nýja tegund fái bestu eiginleika mels svo sem veðurþol, hraðan vöxt og örugga fræmyndun, auk góðra eiginleika hveitisins svo sem komstærð, brauðgæði eða fóðurgildi. Æskilegt er að hin nýja tegund verði fjölær eins og melur. Unnið er með um 200 mismunandi blendinga sem em afurð rannsóknaverkefnisins “sameinda- og fmmuerfðafræði plantna” sem lýst var hér á undan. Þessir blendingar em mikilvægur gmnnur að áframhaldandi rannsóknum næstu þrjú árin. Framkvæmd verkefnisins er þríþætt. I fyrsta lagi kynbætur á blendingsstofni með bakvíxlun frá melgresi og þar með að auka frjósemi og fræmyndun. í öðru lagi að þróa sameinda- og frumuerfðafræðilegar aðferðir til vals á æskilegum eiginleikum melhveitisins. I þriðja lagi að mæla ræktunareiginleika. Fyrstu vísbendingar sýna að fjölærir eiginleikar erfast með blendingum þar sem annað foreldrið er melgresi (L. arenarius), en síður hjá blendingsafkvæmum dúnmels (L. mollis). Má skýringa á þessu leita í genamengi melsins þar sem melgresi er með mun stærra genamengi en dúnmelur, eða 56 litninga í stað 28, og hefur því meiri áhrif á arfgerð melhveitisins. Verkefnið er styrkt af Tæknisjóði Rannís til þriggja ára og hófst árið 1995.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.