Fjölrit RALA - 15.04.1996, Blaðsíða 64

Fjölrit RALA - 15.04.1996, Blaðsíða 64
Korn 1995 54 Kynbætur á korni og kornræktartilraunir (132-1047,9251 og 185-9246) Sumarið 1995 var 0,6°C hlýrra en í meðallagi á Korpu og varð þar með fimmta hlýjasta sumarið frá 1980. Þá er miðað við fjögurra mánaða tímabil frá 15. maí til 15. september. Þrátt fyrir þessi hlýindi nýttist sumarið fremur illa til kornþroska hér um slóðir. Jarðklaki var með mesta móti í vor; líklega um 65 sm á dýpt á Korpu og entist fram undir júlílok. Jörð var því köld og víða varð ekki sáð fyrr en í ótíma vegna bleytu í flögum. Sunnanlands var vorið sólríkt, en 23. júlí fór að rigna og sá varla til sólar eftir það þá tvo mánuði, sem eftir voru til kornskurðar. Akrar litu þó nokkuð vel út, en skárust illa og kornið vigtaði miður en menn áttu von á. Norðanlands var veðri öfugt farið; kuldar miklir framan af sumri, en síðan hlýindi og sólfar. Þar reyndist korn því víða betur en búist var við. í haust gerði tvö stórviðri; á suðvestan 16. sept. og á suðaustan 30. sept. Þá lét korn nokkuð á sjá, einkum sexraðaafbrigði og jafnvel tvíraða í síðara veðrinu. Það gæti hafa komið niður á uppskerutölum úr Ámessýslu, en þar var ekki skorið fyrr en 2. okt. Frost stöðvaði kornþroska víðast um land 27. sept., en þangað til hafði frost aðeins valdið skemmdum á örfáum bæjum. í ár var korn ræktað á tæplega 600 ha. Eitthvað mun hafa verið slegið sem grænfóður, en af a.m.k. 500 ha var skorið korn. I þessu verkefni voru uppskornir 444 tilraunareitir og meðaluppskera úr þeim reyndist vera 2,1 tonn á hektara af korni með 100% þurrrefni. Ætla má, að það sé meðaluppskera á landinu. Þeir sem vilja bera það saman við kornuppskeru í grannlöndunum, þurfa að hafa í huga, að þar eru tölur venjulega miðaðar við 85% þurrefni. Þannig reiknuð yrði meðaluppskera á landinu 2,4 tonn á hektara. Sambærilegar tölur frá árinu 1994 voru 588 reitir, sem gáfu 2,9 tn/ha með 100% þe. eða 3,4 tn/ha með 85% þe. Tilraun nr. 125-95. Samanburður á byggafbrigðum. Tilraunir voru í sumar gerðar á tólf stöðum í þremur landshlutum. Tilgangur með þeim var að minnsta kosti þríþættur. í fyrsta lagi voru borin saman byggafbrigði og þar með taldar fjölmargar íslenskar kynbótalínur. í öðru lagi voru áburðarliðir í hverri tilraun og með þeim var reynt að ákvarða áburðarþörf mismunandi jarðvegs. I þriðja lagi fengust svo upplýsingar um þroskaferil koms á hinum ýmsu stöðum. Skamm- Áburður Upp- stöfun Land kg N/ha Sáð skorið Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum Þo vallendi 70 2.5. 28.9. Voðmúlastöðum í Landeyjum Vo sendin mýri 50 8.5. 28.9. Lágafelli í Landeyjum Lá mýri 30 8.5. 27.9. Selparti í Flóa Se sandur 100 11.5. 2.10. Húsatóftum á Skeiðum Hú vallendi 50 11.5. 2.10. Birtingaholti í Hreppum Bi sandur 100 11.5. 2.10. Korpu í Mosfellssveit Ko mýri 50 15.5. 3.10. Vestri-Reyni á Akranesi Vr mýri 40 12.5. 26.9. Ósi á Akranesi Ós sandur 100 12.5. 26.9. Páfastöðum í Skagafirði Pá mýri 60 9.5. 13.9. Vindheimum í Skagafirði Vi sandur 100 9.5. 13.9. Miðgerði í Eyjafirði Mi mólendi 105 19.5. 10.10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.