Fjölrit RALA - 15.04.1996, Blaðsíða 65

Fjölrit RALA - 15.04.1996, Blaðsíða 65
55 Korn 1995 Dreifsáð var í tilraunirnar á Akranesi, í Skagafirði og í Eyjafirði. í aðrar tilraunir var raðsáð með vél. Sáðmagn var 250 kg/ha og reitastærð 8 m2, þar sem dreifsáð var. Við raðsáningu var sáðmagn 200 kg/ha og reitastærð 10 m2, nema 7 m2 á Korpu. Grunnáburður var Græðir 1A á mýri og móa, en Græðir 1 á valllendi og sand. Aukaskammtar af nitri voru gefnir í Kjarna. Tvær tilraunir fóru forgörðum. A Lágafelli mistókst sáning vegna klaka og bleytu, og á Ósi fór tilraunin á kaf í arfa, en þar var hún í gömlum kartöflugarði. Sýni voru þó tekin úr báðum þessum tilraunum og notuð við mat á þroska korns. Þreskivél var notuð til komskurðar á sömu stöðum og sáð var með sáðvél. Þar var allur reiturinn skorinn, uppskera vegin, og eitt sýni tekið til að ákvarða þurrefni og kornhlut. Á hinum stöðunum var afmarkaður 2 m2 uppskerureitur í hverjum reit, hann skorinn með hnífi og uppskeran þurrkuð þreskt og vegin. Samreitir voru hvarvetna 3. í Birtingaholti fór álftin í tilraunina í haust og eyðilagði alveg einn reit og skerti nokkra aðra. Staðalafbrigði voru Mari og Olsok; það fyrmefnda tvíraða, en það síðarnefnda sexraða. Þau vom meðal annars notuð til þess að bera saman þroska korns milli staða. Hlutfall korns af heildaruppskeru, sem undanfarið hefur verið notað sem mælikvarði á þroska, reyndist ónothæft að þessu sinni vegna þess, hve mikið hrundi úr sexraðaafbrigðinu. í staðin eru notuð þúsundkomaþyngd og rúmþyngd og hér á eftir er stöðum raðað upp með tilliti til þess. Skriðdagur fylgir líka án þess að hafa áhrif á röðina. Af samanburði hans og lokaþroska má sjá, að í lágsveitum sunnanlands hefur síðari hluti sumars verið korni mjög óhagstæður. Röð staða cftir þroska staðalafbrigða Þús. Rúm- Skrið Þús. Rúm- Skrið kom þyngd íjúlí korn þyngd íjúlí g g/lOOml g g/lOOml 1. Vindheimum 39 67 25 7. Birtingaholti 27 48 26 2. Miðgerði 37 60 29 8. Húsatóftum 25 45 28 3. Þorvaldseyri 30 53 16 9. Korpu 22 46 34 4. Vestri-Reyni 27 54 28 10. Voðmúlastöðum 22 44 21 5. Selparti 29 51 26 11. Páfastöðum 18 40 31 6. Ósi 26 50 28 12. Lágafelli 18 36 29 Sexraðaafbrigðin náðust óskemmd á þremur stöðum; það er á Vindheimum, Páfastöðum og Vestri-Reyni. Á öðrum stöðum voru þau meira og minna búin að missa kornið í vindinn. Uppskerutölur eru þó birtar hér. í Miðgerði og í Birtingaholti var sexraðakornið svo illa farið, að það var ekki notað við tölfræðilegt uppgjör og á þá ekki þátt í meðaltali. Þær tölur em innan sviga í töflunni. Á stöku stað í uppsveitum Ámessýslu stöðvaðist kornþroski í frosti 6. september. Hugsanlega hefur þá frosið í Birtingaholti og getur það skýrt, hve kornið þar var stökkt, þegar veðrið mikla gerði þann 30. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.