Fjölrit RALA - 15.04.1996, Blaðsíða 59
49
Kynbætur 1995
Innlend samstarfsverkefni (132-9266)
Skógræktarrannsóknir: RALA hefur verið samstarfsaðili í tveimur verkefnum sem
Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá hefur verið með á sinni könnu. Bæði verkefnin
byggja á notkun RAPD tækninnar sem reynst hefur mjög vel. Annars vegar er um að ræða
lýsingu á erfðabreytileika í íslenskri blæösp (Populus tremula L) og hinsvegar mat á
erfðabreytileika sitkalúsar (Elatobium abietinum) sem er mikill skaðvaldur í skógrækt
hérlendis. Verkefnin eru styrkt af Vísindasjóði.
Litningarannsóknir: Sú sérþekking sem er til staðar á RALA við sameindamerkingar á
litningum hefur nýst við rannsóknir á óstöðugleika erfðaefnis og breytinga í p53 geni í
krabbameinsfrumum. Er þetta verkefni unnið í samvinnu við Rannsóknastofu Háskólans í
meinafræði (litningarannsóknir) og Krabbameinsfélag Islands og er styrkt af Vísindasjóði.
Erlend samstarfsverkefni (132-9938, -9939, -9950)
Erlent samstarf hefur þróast á sviði sameinda- og frumuerfðafræði plantna og við
plöntukynbótarannsóknir. í fyrsta lagi rannsóknir á stofnerfðafræði Elymus tegunda. f öðru
lagi á sviði frumuerfðafræði og kynbóta á hveiti og melgresi. í þriðja lagi við kortlagningu
genamengis í byggi með sameindamerkingum.
Elymus hveiti: Nokkrar tegundir Elymus ættkvíslarinnar, t.d. kjarrhveiti (E. caninus) eru
sameiginlegar fýrir Norðurlöndin, en aðrar fmnast aðeins á sérstökum svæðum, til dæmis
finnst bláhveiti (E. alaskanus) aðeins á íslandi og E.fibrosis aðeins í Finnlandi. Megin áhersla
verkefnisins er að varðveita erfðaauðlindir og að skoða eiginleika sem eru mikilvægir fyrir
kornkynbætur. Hlutur RALA í verkefninu er að lýsa erfðabreytileika í Elymus hveiti með
sameindaerfðafræðilegum aðferðum sem byggjast á notkun RAPD tækninnar.
Sameindamerkingar á byggi: Kortlagning hefur verið gerð á genamengi byggs með
aðferðum sameindamerkinga á litningum í samstarfi við rannsóknastofnunina í Ris0 í
Danmörku. Einnig er samstarf við líftæknistofnunina við Helsinki-háskóla í Finnlandi, þar
sem kortlagt var „retrotransposon” í byggi, en það er DNA sem getur ferðast í genamengi með
hjálp ensímanna “reverse transcriptase” og „integrase”.