Fjölrit RALA - 15.01.2001, Qupperneq 6

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Qupperneq 6
YFIRLIT Ahrif alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) á gróður og jarðveg (0-10 cm) voru rannsökuð á 15 stöðum á sunnan- og norðanverðu landinu. Uppskera í lúpínubreiðum var mæld á 10 þeirra. Lúpína átti sér um 10—40 ára sögu á stöðunum og hafði ýmist breiðst um sanda, mela, moldir eða betur gróna mosaheiði og mólendi. Mælisnið vora lögð inn í breiðumar og gerður samanburður á landi utan þeirra og mis- gömlu lúpínulandi innan þeirra. Alls voru kannaðar 27 lúpínubreiður og mælingar gerðar í 93 reitum (8,0x0,5 m). Við úrvinnslu gagna var beitt CANOCO-fjölbreytugreiningu til að kanna breytileika í gróðurfari og fylgni við aldur lúpínu, jarðvegs- og veðurfarsþætti. A sunnanverðu landinu, þar sem ársúrkoma er um 900-3400 mm, var lúpína hávaxin (80-120 cm) og myndaði alls staðar samfellt laufþak. A norðanverðu landinu, þar sem ársúrkoma er um 500- 800 mm, var lúpína lágvaxnari (40-110 cm) og náði ekki allstaðar að loka ógrónu landi. Gisnust var hún á þurram melum inn til landsins en myndaði þar hins vegar þéttar breiður í mólendi og á melum og móum í útsveitum. A sunnanverðu landinu mældist uppskera lúpínu um 300-990 g/m2 og var hún mest í yfir 30 ára gömlum breiðum á Suður- og Suðausturlandi. Á Norðurlandi var uppskera lúpínu um 80- 650 g/m2 og var hún alls staðar meiri í ungum breiðum en gömlum. Miklar breytingar urðu á gróðri þar sem lúpína myndaði þéttar, langlífar breiður. Niðurstöður fjölbreytugrcmingar sýndu að framvinda af völdum lúpínu sveigðist í sömu átt, hvort sem um var að ræða lítt gróið land, hálfgróna mosaheiði eða gróna lyngmóa. í lúpínubreiðum þróaðist gróður í átt að gras- og blómlendi, sem sumstaðar var elftingablandið. Sunnanlands var vallarsveifgras algengasta grastegund í breiðum en blásveifgras og túnvingull fyrir norðan. Fyrir sunnan myndaðist víðast þétt mosalag í sverði og þar hafði lúpína alls staðar mikil áhrif. Þar var gróður svipaður í gömlum breiðum en hann var breytilegri fyrir norðan þar sem gróðursamsetning breyttist fremur lítið í gisnum breiðum. Víðast hvar fækkaði plöntutegundum mikið í gróðri þar sem lúpína myndaði þéttar breiður. Á sunnanverðu landinu vora 20-60 plöntutegundir í reitum á viðmiðunarlandi utan breiða en 5-25 tegundir inni í elsta hluta þeirra. Fyrir norðan vora 10-55 plöntutegundir í reitum utan breiða en 3-62 tegundir inni í elsta hluta breiða. Mest vora umskiptin þar sem lúpína lagði undir sig lyngmóa á Norðurlandi og eyddi þar flestum tegundum. í gisnum breiðum fyrir norðan vora áhrif lítil og fjölgaði þar jafnvel tegundum. Þar héldu mólendistegundir velli og sumstaðar nam birki land í lúpinunni sem annars var lítið um þótt það væri að finna í nágrenni breiða. Lúpína var yfirleitt þéttust nokkra innan við jaðar breiða og gisnaði eftir því sem innar dró. Ending hennar var þó mjög misjöfn. Á nokkram stöðum, sem flestir voru á Suðvesturlandi eða inn- sveitum á Norðurlandi, hafði lúpína nær eða alveg hörfað þar sem hún hafði verið lengst. Þar vora liðin um 15-25 ár frá því hún myndaði breiður. Á nokkrum stöðum á sunnan- og norðanverðu landinu, var lúpína enn með mikla þekju og ríkjandi í gróðri um 25-35 áram eftir að hún tók að mynda breiður. Á flestum þeirra var úrkomusamt, snjóþungt eða stutt á jarðvatn. Aukning varð á kolefni og köfnunarefni í jarðvegi þar sem lúpínan hafði numið land á ógrónu eða lítið grónu landi. Mest mældist aukningin á Suður- og Suðausturlandi þar sem kolefni jókst um það bil 0,1% (~1300 kg/ha) og köfnunarefni 0,01% (~120 kg/ha) á árí. Þar sem uppsöfnun var minnst var hún um tífalt hægari. Þar sem lúpina breiddist yfir mólendi með kolefnisríkum jarðvegi á Norðurlandi komu fram vísbendingar um kolefnistap úr jarðvegi. Alaskalúpína er mjög öflug landgræðslutegund sem getur myndað gróðurþekju og byggt upp jarð- vegsffjósemi á skömmum tíma á lítt grónu og rýra landi, hamli þurrkar ekki vexti hennar. Hún getur einnig numið land og breiðst yfir algróin svæði með lágvöxnum mólendisgróðri þar sem hún gerbreytir gróðurfari. Köfhunarefnisbinding, ör vöxtur, stærð og breiðumyndun era allt eiginleikar sem gera henni þetta kleift Víðáttumikil svæði hér á landi standa lúpinunni opin berist hún inn á þau. Þótt rannsóknir þessar spanni allt að 40 ára sögu lúpínu hér á landi er ekki að fullu ljóst hvaða breytingar verða af völdum hennar þegar til lengri tíma er litið. Niðurstöðumar benda til að við landgræðslu með lúpínu þurfi að sýna mikla aðgát. Tryggja verður að tegundin breiðist ekki inn á land sem henni er ekki ætlað að vaxa á. Að okkar mati hentar lúpina best við uppgræðslu á viðáttumiklum, lítt grónum svæðum þar sem hægt er að hafa hemil á útbreiðslu hennar. Mikilvægt er að fólki sé leiðbeint um notkun lúpínu. 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.