Fjölrit RALA - 15.01.2001, Qupperneq 13
Gróðurmœlingar
Mælingar fóru þannig ffam að lagt var út snið, sem yfirleitt átti sér upphafs- eða við-
miðunarstað utan við lúpínubreiðu og endaði inni í þeim hluta hennar sem álitinn var
elstur (2. mynd). Sniðin voru mislöng eftir því hve breiður voru stórar. Þau styttstu
voru innan við 20 metrar en þau lengstu yfir 100 m löng. Á sniðinu voru síðan settir
niður reitir sem mælingar fóru ffam á. Offast voru reitimir fjórir að tölu. Fyrsti
reiturinn var að jafoaði um 3-5 m utan við breiðuna, annar reitur í sömu fjarlægð
innan við jaðar, þriðji reitur mitt á milli jaðars og miðju og sá fjórði í miðju eða elsta
hluta breiðu. í nokkrum tilvikum var þar um að ræða bletti sem lúpína hafði hörfað af.
Á nokkrum stöðum hafði lúpína follnumið land sem hún breiddist um og vom þar allir
reitir innan breiða. Á hverju sniði var halli lands skráður og ljósmyndir teknar.
Hver reitur var 8 m langur og 50 cm breiður og var lagður þvert á sniðið til að
lúpínan væri á sem jöfoustum aldri innan hans (sjá ljósmyndir). Gróðurmælingar fóm
þannig ffam lagður var niður, eftir slembitölum, smáreitur (50x50 cm) í sex punktum
út eftir reitnum. í hveijum smáreit var hæð lúpínu mæld, háplöntur greindar og þekja
þeirra ákvörðuð með sjónmati samkvæmt þekjuskala Braun-Blanquet (Goldsmith og
Harrison 1976). Heildarþekja ógróins yfirborðs, sinu, mosa, fléttna og helstu mosa-
tegunda var einnig ákvörðuð á sama hátt. í hveijum smáreit var sýnum safoað af
mosum og fléttum.
Jarðvegur
Fjögur sýni vom tekin af jarðvegi í hveijum reit að lokinni gróðurgreiningu. Gróður
og sina var hreinsuð af yfirborði og sýni tekin með 4 cm víðum kjamabor niður á 10
cm dýpt. Eitt sýni var tekið af handahófi á hveiju 2 m bili reitsins. í rannsóknastofú
vom sýnin þurrkuð við um 40°C hita, mulin og hrist niður um 2 mm sigti. Sýmstig,
kolefois- og köfounarefoisinnihald var ákvarðað í hverju sýni. Sýmstig var mælt með
því að bleyta upp sýni með eimuðu vatni í hlutfalli sem var nálægt 1:1. Sýnið var
hrært og látið standa í 2-3 klst og síðan mælt með glerelektróðumæli. Kolefhisinni-
hald var ákvarðað með títmn samkvæmt Walkley-Black aðferð (Jackson 1958), en
köfounarefoi með Kjeldahl aðferð. Allar mælingar vom gerðar á efoagreiningastofu
Rannsóknastofounar landbúnaðarins.
Uppskera lúpínu og annarra háplantna
Haustið 1993 var uppskera mæld í lúpínubreiðum á tíu af þeim fimmtán stöðum sem
gróðurmælingar höfðu áður farið ffam á (1. tafla). Þetta vom Kvísker, Svínafell,
Múlakot, Þjórsárdalur, Heiðmörk, Varmahlíð, Hrísey, Hveravellir, Húsavík og Ás-
sandur, en farið var á alla staðina á tímabilinu 23. ágúst til 7. september. Uppskem-
mælingamar vom gerðar á sömu sniðum og í reitum sem vom annars vegar staðsettir í
ungri, þéttri lúpínu rétt innan við jaðar breiða en hins vegar inni í elsta hluta þeirra. Á
Kvískeijum og Svínafelli vom þó sýni aðeins tekin í elsta hluta breiða. Uppskemreitir
vom yfirleitt staðsettir rétt við eldri gróðurmælireiti. Sömu aðferð var beitt hvað
varðar stærð reita, fjölda smáreita og staðsetningu. í hveijum smáreit var gróður
klipptur við jarðvegsyfirborð. Lúpínu og öðmm háplöntum var alls staðar safoað en
sina og mosi skilin ffá. Uppskeran var síðan þurrkuð í ofhi við um 80 °C hita í þijá
sólarhringa og vegin (Bjami Diðrik Sigurðsson o.fl. 1993).
11