Fjölrit RALA - 15.01.2001, Side 27
12. mynd. Gróðurbreytingar í lúpínubreiðum á einstökum stöðum á norðanverðu landinu, samkvæmt
niðurstöðum DEC'ORANA-ijölbreymgremgar, (sjá fekari skýringar á 11. mynd).
Figure 12. Vegetation changes in lupin patches atsitesfrom northern Iceland, according to the results
of the DECORNANA-ordination (see figure 11 forfurther explanations)
Mun minna var af öðrum tegundum en helstar þeirra voru blóðberg, komsúra,
bláberjalyng, túnvingull, vallhæra, grasvíðir, vallelfting, móasigð og íjallagrös
(Cetraria islandica). í mólendinu óx lúpína vel og varð mjög þétt (12. ljósmynd).
Drápust flestar tegundir undir henni og í elsta hluta breiðunnar vom aðeins vallelfting
og klóelfting í botngróðri, en mosar fundust þar ekki (4. tafla). í fjölbreytu-
greiningunni vom reitir inni í breiðunni því langt ffá viðmiðunarreit úti í mólendinu
(12. mynd).
í Vaðlareit hafði lúpínan breiðst um lyngholt (I) og mela (II). Viðmiðunarland
án lúpínu fannst ekki þar sem sniðin vom lögð út. í yngsta hluta breiðunnar á holtinu
hafði lúpínan náð 20% þekju en ógróið yfirborð var þar enn tæp 25%. Ríkjandi há-
plöntur þar, auk lúpínu, vom holtasóley og krækilyng. Á báðum sniðunum var lúpína
þétt og vöxtuleg þegar inn i breiðumar kom og náði að loka landi en hún var til muna
gisnari og lágvaxnari í elsta hluta þeirra (14. mynd) þar sem blásveifgras var ríkjandi
og talsvert var einnig af snarrót og túnvingli (4. tafla). Lyngmóa- og melategundir
fundust lítið eða ekki í elsta hluta breiðanna. Á fyrra sniðinu var mikið af ungbirki í
einum reitanna (1-3) og nam heildarþekja þess 30% en þekja lúpínu var þar 80%.
Stærstu birkiplöntumar teygðu sig upp úr lúpínunni og vom tæpur hálfur annar metri
að hæð. Líklegt er að birkið hafi verið búið að nema land á staðnum þegar lúpína
breiddist þar yflr en engar kímplöntur af birki fundust undir lúpínunni. Mjög lítið var
25