Fjölrit RALA - 15.01.2001, Qupperneq 28
um mosa í breiðunum og náðu þeir ekki að þétta sig að marki (4. tafla). Niðurstöður
fjölbreytugreiningar benda til að umtalsverðar breytingar á gróðurfari hafi orðið í
lúpínubreiðunum í Vaðlareit (12. mynd).
Á Ytrafjalli urðu ffemur litlar breytingar á tegundasamsetningu þar sem lúpína
breiddist um og sýndi fjölbreytugreining litla tilfærslu á reitum út eftir 1. ási (12.
mynd) en gróður þétti sig hins vegar mikið. I breiðunum á Ytrafjalli var það aðeins í
ysta kraganum að lúpínan var nokkuð þétt en hún gisnaði mjög er inn fyrir hann kom
(14. ljósmynd). Þrjár breiður voru kannaðar á Ytrafjalli. í þeirri fyrstu (I), sem var á
urðarmel, var land gróið að fjórðungi utan við breiðuna. Ríkjandi tegundir þar voru
holtasóley, krækilyng, beitilyng og sortulyng en aðrar helstu tegundir voru blásveif-
gras, blóðberg, grávíðir og birki (12. mynd). Inni í elsta hluta breiðunnar var lúpína
ríkjandi með um 30% þekju (4. tafla) en næst henni að þéttleika var smjörgras sem
hafði náð liðlega 20% þekju þar, en utan við breiðuna var það mjög gisið og með
innan við 1% þekju. Aðrar helstu tegundir inni í breiðunni voru krækilyng, túnvingull,
holtasóley, loðvíðir, beitilyng og komsúra (4. tafla). Talsverð þétting á mosum varð í
breiðunni og var þar mest um að ræða tegundimar urðaskart, móasigð og hnokkmosa
(Bryum spp.). Ofar í hlíðinni þar sem önnur breiða (II) var könnuð var land berara
utan við lúpínuna (13. ljósmynd). Heildargróðurþekja var þar innan við 10% og meira
var þar um melategundir sem kemur m.a. fram í því að reitimir liggja neðar á 2. ási
(12. mynd). Helstu tegundir þar vom blóðberg, lambagras, blásveifgras, grasvíðir og
loðvíðir. Inni í elsta hluta breiðunnar var ógróið yfirborð um 30% en lúpína var þar
ríkjandi í gróðri með liðlega 25% þekju (15. ljósmynd). Aðrar helstu tegundir há-
plantna vom blóðberg, túnvingull og helluhnoðri en þekja þeirra var lítil (4. tafla).
Þétting á mosum varð í breiðunni og var mest um tegundina Bryum imbricatum í elsta
hluta hennar. Gróður var einnig kannaður í litlu skóganjóðri í Steinbogaskriðu þar
sem lúpínu var fyrst plantað á Ytrafjalli, en þar var settur niður einn reitur (III-l). Þar
var enn lúpína og nam þekja hennar tæplega 60% en ógróið yfirborð mældist 6%.
Innan um lúpínuna var mikið af ungu, uppvaxandi birki (24. ljósmynd). Heildarþekja
þess var liðlega 30% og vom hæsm plöntumar tæplega tveggja metra háar. í breiðunni
vom margar aðrar tegundir en þekja þeirra var miklu minni. Af þeim tegundum var
mest af holtasóley, sortulyngi, krækilyngi og smjörgrasi. Þekja mosa í breiðunni var
um 20% (4. tafla) og var mest um tegundimar urðaskart, glætumosa (Dichodontium
pellucidum), syllureim (Myurella julacea) og Scapania calcicola. Samkvæmt fjöl-
breytugreiningu var tegundasamsetning í þessum reit mjög lík því sem var í fyrstu
breiðunni á Ystafjalli (12. mynd).
Á Hveravöllum hafði lúpina verið sett í bera melakolla í gróinni hlíð. Þar hafði
hún breiðst um melana og var tekin að sækja út í mólendið umhverfis þá. Fyrstu þrír
reitir í breiðunum vom á melakollum, fjórði reitur var þar sem lúpína hafði farið yfir í
mólendi og sá fimmti var í mólendi fyrir utan breiðumar. Á melunum (reitir I 1-3, II
1-3) urðu fremur litlar gróðurbreytingar (12. mynd) en þar var þétt lúpína aðeins í
mjóum kraga yst í breiðunum og gisnaði mjög þar innan við (16. ljósmynd). Utan við
breiðumar vora melamir mjög berir og með minna en 5% gróðurþekju (12. mynd).
Þar var mest um blóðberg, holurt, melablóm og blásveifgras. í elsta hluta breiða á
melunum var lúpína með liðlega 30% þekju og var ógróið yfirborð 5-9% (4. tafla).
Helstu tegundir sem uxu þar með lúpínunni vora blásveifgras, blóðberg, krækilyng,
undafífíll, fjallasveifgras, blávingull og melablóm. Mosar þéttu sig í svarðlagi og var
mest af hlaðmosa, urðaskarti og hnokkmosum (Bryum spp.j. Mólendisreitimir utan
við breiðumar á Hveravöllum skáxu sig mjög ffá öðram reitum að gróðurfari (11.
mynd). Við fyrri breiðuna (1-5) vora beitilyng, fjalldrapi og krækilyng ríkjandi í mó-
lendinu en í hinni (II-5) var um að ræóa lyngdæld þar sem aðalblábeijalyng, blábeija-
26