Fjölrit RALA - 15.01.2001, Page 39
sendinn eða malarkenndur og rask grípur inn í framvindu, sem hamlar myndun þétts
og hávaxins gróðurs (O’Leary 1982).
Rannsóknir okkar sýna að alaskalúpína getur numið land og vaxið vel á rýrum,
lítt grónum láglendissvæðum hér á landi þar sem flestar plöntur eiga erfítt uppdráttar
og framvinda er hæg. Slíkt land eru áraurar, uppblásnir melar og moldir, skriður, flag-
móar og sandorpin hraun, Jaínframt getur hún numið land og breiðst yfir gróið land
með lágvöxnum gróðri og í sumum tilvikum fremur frjóum jarðvegi, eins og mosa-
heiði og lyngmóa. Hvaða eiginleikar eru það sem gera henni þetta kleift? Þar ber fyrst
að nefiia köfhunarefnisbindingu, en hún gerir lúpínunni mögulegt að vaxa í snauðum
jarðvegi. Þá er fræ lúpínunnar stórt í samanburði við fræ flestra úthagaplanta hér á
landi. Fræið er á stærð við eldspýtnahaus og vegur 10-20 mg (Borgþór Magnússon
1995). Kímplanta lúpínu er því fremur stór og köfhunarefhisbinding hefst í rótum
hennar þegar á fyrsta sumri. Þetta leiðir af sér að vöxtur verður ör og myndast tiltölu-
leg stór stöngull og djúpstæð rót á fyrsta hausti. Öflug rót auðveldar lúpínu að lifa af
veturinn í berum og óstöðugum jarðvegi og hún er mikilvægur forðagjafi sem leyfir
öran vöxt að vori.
Við rannsóknir á uppvexti lúpínuplantna við Reykjavík hefur komið í ljós að þær
bæði vaxa hratt yfir sumarið og verða mjög stórvaxnar er árin líða (Borgþór Magnús-
son o.fl. 1995). Á fyrsta hausti ná plöntur um 10 cm hæð og mynda einn stöngul, á
öðru hausti eru þær orðnar um 30 cm háar og hafa myndað tvo stöngla og á þriðja ári
ná þær um 60 cm hæð og eru komnar með þrjá til fjóra stöngla. Flestar plöntumar
blómstra þá og bera fræ í fyrsta sinn. Plöntumar halda síðan áfram að hækka og fjölga
stönglum ffarnan af ævinni. Fullri hæð, um 120 cm við Reykjavík, ná þær á sex til sjö
ámm. Stærstu plöntur sem mældar hafa verið höfðu liðlega 100 stöngla og vora lík-
lega um 10 ára gamlar (Borgþór Magnússon o.fl. 1995).
Þar sem vaxtarskilyrði eru góð myndast mikið sinulag í lúpínubreiðum sem
samanstendur að mestu af gömlum stönglum, en þeir eru trénisríkari og rotna mun
hægar en blöð og blómhlutar (Borgþór Magnússon og Bjami Diðrik Sigurðsson 1995,
Hólmffíður Siguðardóttir, óbirt gögn). Stönglamir standa ffam á vetur en er á líður
bælast þeir undan veðram og snjó og falla til jarðar, án þess að losna ffá rótar-
hausnum. Þar sem lúpínan sækir út á gróið land veldur þetta stöngulfall talsverðu yfir-
borðsraski á þeim gróðri sem undir því verður. Líklegt er að það bæti spírunar og upp-
vaxtarskilyrði fyrir kímplöntur lúpínunnar og létti henni landnám í grónu landi.
Á nokkram svæðum sem við könnuðum hafði lúpína breiðst yfir gróið land. Það
var í mosaheiði í Múlakoti og lyngmóum í Hrísey, á Hveravöllum og á Húsavík. Á
öllum þessum svæðum var gróður samfelldur og ógrónir blettir i sverði innan við 2%
yfírborðs. í Múlakoti var mosaþekja nær samfelld og tegundin melagambri ríkjandi.
Heildarþekja ranna og annarra háplantna var þar innan við 50%. I lyngmóum á
Norðurlandi var mosaþekja hins vegar mun minni og náði hvergi meira en um
fjórðungi af yfirborði. Lágvaxnar lyng- og rannategundir vora þar alls staðar ríkjandi í
gróðri og var heildarþekja þeirra á bilinu um 55-95%. Aðaltegundir voru krækilyng,
beitilyng, fjalldrapi, aðalblábeijalyng, blábeijalyng og holtasóley en misjafnt var hvar
þær fundust og í hvaða hlutfollum. Þéttast og hávaxnast var runnalagið i lyngdæld á
Hveravöllum þar sem aðalblábeijalyng, fjalldrapi og blábeijalyng mynduðu 20-25 cm
hátt og nær samfellt runnalag með lágvaxnar krækilyngi. Annars staðar var runnalagið
mim lágvaxnara og gisnara.
Niðurstöður okkar benda því eindregið til að tiltölulega öflugt runnalag hindri
ekki að ráði landnám lúpínu ef ljós kemst í gegnum það. Aftur á móti virðist þykkt
svarðlag eða hávaxinn gróður, svo sem skógur, þétt kjarrlendi, gróskumikið blómlendi
og graslendi vera þrándur í götu hennar. Reynsla af skógræktar- og landgræðslu-
37