Fjölrit RALA - 15.01.2001, Qupperneq 46
Hvaða áhrif hefur lúpína á jarðveg?
Köfhunarefhi er það efiii sem að jafhaði takmarkar vöxt planta og framvindu mest á
norðurslóðum og í rýrum jarðvegi skiptir aukning þess sköpum (Bradshaw 1983,
Vitousek og Lawrence 1989, Marrs og Bradshaw 1993). Þau miklu áhrif sem
alaskalúpína hefur á gróður og jarðveg þar sem hún nemur land byggjast á hæfni
hennar til að binda mikið köfnunarefni úr lofti. Lúpínan er miklu stórvaxnari og
uppskerumeiri en villtar belgjurtir sem finnast hér á landi (Hörður Kristinsson 1986,
Berglind Orradóttir og Áslaug Helgadóttir 1997). Einnig hlýtur að skipta miklu sá
eiginleiki lúpína að leysa ffemur auðveldlega og taka upp fosfór og fleiri óaðgengileg
steinefni úr jarðvegi. Svepprót mun vera fátíð meðal lúpína en margar þeirra geta hins
vegar myndað þétta finrótaklasa (enska: proteoid roots) þar sem matarholur er að
finna í jarðvegi (Sprent 1993, Longnecker o.fl. 1998).
í erlendum rannsóknum á jarðvegi í lúpínubreiðum hefur komið frarn að ffamboð
af aðgengilegu köfnunarefhi fyrir plöntur (NH4 og NO3) eykst til muna þar sem
lúpínur nema land (Palaniappan o.fl. 1979, Halvorson o.fl. 1991, Alpert og Mooney
1996, Pickart o.fl. 1998). Ætla verður að það sama eigi við um alaskalúpínu en í
þessari rannsókn var aðeins mælt heildarmagn köfnunarefnis í jarðvegi. Mælingar
sem gerðar hafa verið á vexti trjáplantna innan og utan lúpínubreiða hér á landi hafa
sýnt að vöxtur er meiri inni í breiðum sem líklega má rekja til áburðaráhrifa ffá lúpínu
(Þröstur Eysteinsson 1988, Ása Aradóttir 1999).
Köfhunarefnisbinding alaskalúpínu hér á landi hefur mælst um 80 kg N/ha á ári
en þar var um að ræða 5 ára gamla breiðu sem ekki var mjög þétt (Friðrik Pálmason
og Jón Guðmundsson 1997). Líklegt er að binding geti orðið talsvert meiri þar sem
vaxtarskilyrði eru góð og breiður þéttar. Til samanburðar má geta þess að ákoma
köfnunarefnis með úrkomu hér á landi er um 2 kg N/ha á ári (Veðurstofa Islands, óbirt
gögn, Sigurður H. Magnússon 1997b) en hún getur verið aðaluppspretta þess á lítt
grónum, rýrum svæðum þar sem lítið er um lífVerur sem binda köfhunarefni. Á
Bretlandi hefur köfhunarefhisbinding Lupinus arboreus, sem er notuð til uppgræðslu
námahauga og er talsvert stórvaxnari en alaskalúpína, mælst ffá um 70 til 180 kg N/ha
á ári (Palaniappan o.fl. 1979, Marrs og Bradshaw 1993) og mun meiri binding, eða
allt að 400 kg N/ha, hefur mælst hjá einærum lúpínum í ræktun (Howieson o.fl. 1998).
Samkvæmt rannsóknum okkar var uppskera af lúpínunni um 100-1000 g/m2 eftir
þéttleika breiða en miðað við 2% köfnunarefhisinnihald í sprotum í lok sumars (Borg-
þór Magnússon og Bjami Diðrik Sigurðsson 1995) jafngildir það 20-200 kg N/ha í
sinufalli af lúpínu að hausti sem bætist ofan á jarðveginn og tekur að rotna. Er þá
ótalinn vöxtur og umsetning róta sem líklega er umtalsverður því rætur alaskalúpinu
em stórar og þyngri en ofanjarðarhlutinn að hausti (Borgþór Magnússon o.fl. 1995).
Eins og niðurstöðumar sýna varð alls staðar aukning á forða kolefnis og
köfnunarefhis í jarðvegi þar sem lúpína myndaði breiður á ógrónu eða lítið grónu
landi (16. og 18. mynd). Þar sem jarðvegssýni vom aðeins tekin úr efstu 10 cm og
rúmþyngd jarðvegs var ekki ákvörðuð er ekki unnt að reikna heildaruppsöfnun á
þessum efnum í jarðvegi í lúpínubreiðum. Hins vegar gemm við hér tilraun til að
áætla hana út frá niðurstöðum um rúmþyngd sambærilegs mela- og móajarðvegs ffá
sunnan- og norðanverðu landinu en hún er að meðaltali um 1,3 (0,5-2,7) (Jón Guð-
mundsson og Grétar Guðbergsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, óbirt gögn).
Á Kvískeijum og í Múlakoti varð mest aukning á líffænum efnum í jarðvegi, en á
báðum þessum stöðum hafði lúpína upphaflega verið sett í lítt gróna áraura sem gera
má ráð fyrir að hafi verið mjög snauðir og sennilega sambærilegir við viðmiðunarreiti
á Ássandi og í Þjórsárdal (C -0,1%, N -0,01%, 16. mynd). Eftir um 30 ára vem
lúpínu á þessum stöðum var kolefnisforði í jarðvegi kominn í liðlega 3% og
44