Fjölrit RALA - 15.01.2001, Blaðsíða 48

Fjölrit RALA - 15.01.2001, Blaðsíða 48
nægilegan forða af köfnunareíni hér á landi til að viðhalda kjarrlendi, en algengt er að stefnt sé að því að koma upp slíkum gróðri á uppgræðslusvæðum. A Norðurlandi komu fram vísbendingar um að tap á kolefnisforða í jarðvegi geti átt sér stað þar sem lúpína breiðist inn á mólendi með koleftiisríkum jarðvegi (17. mynd). Þetta verður hins vegar ekki staðfest nema með ffekari rannsóknum. Mögulegt er að munur milli reita stafi af staðbundnum breytileika og hafi ekkert með landnám lúpínu að gera. Hins vegar er ekki hægt að útiloka að mikil aukning á köfhunarefni í jarðvegi ffá lúpínu hafi örfað niðurbrot líffænna efha og valdið tapi á kolefni. Á þeim þremur sniðum þar sem þessara breytinga varð vart var C/N hlutfall jarðvegs mun lægra inni í breiðunum (12,9-18,2) en utan þeirra (17,3-20,0) sem bendir til að að- stæður fyrir rotverur í jarðvegi hafi batnað með tilkomu lúpínu (Swift o.fl. 1979). Víða var mikið um smádýr undir lúpínusinu á rannsóknarsvæðunum. Mest varð vart við ánamaðka og þráðorma. Rannsóknir hafa verið gerðar á ánamöðkum i lúpínubreiðum á nokkrum svæðanna og hlutverki þeirra við niðurbrot sinunnar. Þær sýna að ánamaðkar í jarðvegi jukust víðast hvar þar sem lúpína nam land. Sinan er mikilvæg fæðuuppspretta fýrir maðkana, flýta þeir niðurbroti hennar og gegna mikil- vægu hlutverki í uppbyggingu jarðvegsffjósemi (Hólmffíður Sigurðardóttir, óbirt gögn). Ánamaðkar og önnur smádýr í jarðvegi eru mikilvæg fæða fyrir fugla. Áber- andi mikið var um skógarþröst og hrossagauk í stórum lúpínubreiðum. Þannig getur lúpína haft víðtæk áhrif er snerta bæði gróður, jarðvegsmyndun og dýralíf. Lokaorð og ábendingar um notkun lúpínunnar. Alaskalúpína á sér um 50 ára sögu í uppgræðslu hér á landi og er fengin mikil reynsla af notkun hennar. Löngu er ljóst að lúpína er mjög öflug landgræðslujurt. Helstu kostir hennar eru þeir að hún bindur köfhunarefni með aðstoð baktería í rótarhnýðum sem gerir henni kleift að vaxa með ágætum í rýru landi. Hún þarfnast því ekki áburðargjafar. Eftir að lúpínu hefur verið sáð eða plantað í gróðurlítið land breiðist hún að fáum árum liðnum út af sjálfsdáðum og viðheldur sér með sáningu. Lúpína er uppskerumikil og leggur mikið líffænt eftii til jarðvegsins. Uppbygging á köfnunar- efnis- og kolefhisforða í snauðum jarðvegi og myndun þróttmikils gróðurs og vistker- fis er því tiltölulega hröð. Uppgræðsla með lúpínu getur því verið mun ódýrari og ár- angursríkari en sú er byggir á sáningu grasffæs og dreifmgu tilbúins áburðar á gróður- rýr svæði. Eins og komið hefur ffam í þessum rannsóknum og bent hefur verið á áður (Borgþór Magnússon 1990, 1992, 1995) er lúpína ekki gallalaus. Hún breiðist ekki aðeins um lítt gróið land heldur getur hún einnig lagt undir sig gróin svæði og eytt þar rikjandi tegundum, eins og dæmi ffá mólendissvæðum á Norðurlandi sýna best. Þar sem vaxtar- og útbreiðsluskilyrði eru góð fyrir lúpínu myndar hún þéttar breiður og verður hún ráðandi tegund í gróðri um tíma. Lúpína er hörð í samkeppni við lágvaxin gróður og fækkar plöntutegundum yfirleitt í landi sem hún breiðist yfir. Eftir að lúpína hefur numið land getur reynst erfitt að hemja útbreiðslu hennar. Hún myndar fræforða í jarðvegi sem torveldar mönnum að losna við hana úr landi. Líkja má áhrifum af lúpínu hér á landi við þau sem Myrica faya-tréð hefur haft á Hawaii. Það er niturbindandi tegund sem upprunnin er á Azoreyjum og Kanaríeyjum þar sem það vex á eldfjallajörð. Tréð var flutt til Hawaii seint á 19. öld þar sem það var fyrst ræktað í görðum til skrauts og lækninga. Góður vöxtur trésins á rýru landi leiddi til að víða var farið var að nota það til uppgræðslu á skógræktarsvæðum upp úr 1920. Því var þó seinna hætt þegar í ljós kom að það tók að nema land og leggja undir sig gróin svæði. Tréð hefur þó haldið áffam að breiðast út. í eldfjallaþjóðgarðinum á 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.