Fjölrit RALA - 15.06.2002, Blaðsíða 26

Fjölrit RALA - 15.06.2002, Blaðsíða 26
Jarðvegur 2001 18 Niturlosun úr lífrænum efnum (132-9387) Verkefni þetta er samnorrænt NKJ verkefni, þar sem greina á eiginleika plöntuleifa með tilliti til niðurbrots og níturs í ræktunarjarðvegi. í jarðræktarskýrslunni fyrir árið 2000, bls. 18-20 er greint frá upphafi þessa verkefnis og undanfara þess: Losun kolefnis og níturs úr tveimur jarðvegsgerðum með og án bygghálms. Forsendur og markmið Plöntuleifar, búfjáráburður og aðrar líffænar leifar í jarðvegi hafa afgerandi áhrif á umsetningu kolefnis (C) og níturs (N) í jarðvegi. Þekking á umsetningu lífrænna leifa í jarðvegi er forsenda þess að unnt sé að meta áhrif ræktunar og landgræðslu á nýtanlegt N í jarðvegi, N-tap, virkni örvera og langtímajafnvægi C í jarðvegi. Samhæfing framboðs á N úr lífrænum efnum jarðvegs og áburðar er einnig háð því að kunnugt sé hvað ráði hraða og umfangi losunar á N í jarðvegi, ekki síst úr plöntuleifum af mismunandi gerð. Gerð plöntuleifa, magn og samsetning trénishlutans, hefur megináhrif á umsetningu C og N í jarðvegi. I þessari rannsókn skal kanna notagildi nær-innrauðrar mælitækni til þess að meta losun C og N úr plöntuleifum, hraða og magn, bæði við staðlaðar aðstæður hvað jarðveg, hita og raka varðar og við breytilegar aðstæður í tilraunalandi. Mælingum lýkur á árinu 2002. Framvinda Fyrri lota mælinga á losun C og N úr plöntuleifum stóð frá 23. apríl til 28. nóvember 2001. Plöntuleifamar vom ofanvöxtur af alaskalúpínu, kartöflugrasi (sem hafði frosið fyrir þurrkun), vallarsveifgrasi, höfrum, byggi, gulri lúpínu, hvítsmára og sykurrófublaða. Umsetning plöntuleifa, mæld sem kolefnislosun, var mest í hvítsmára, sykurrófu- blöðum og grænum höfrum, næst koma alaskalúpína, gul lúpína og vallarfoxgras, en minnst brotnar niður af bygghálmi, vallarsveifgrasi og kartöflugrasi, sjá mynd. C frá plöntuleifum C02-C mg/kg þurr jarðvegur Kolefnislosun við niðurbrot plöntuleifa í jarðvegi vió 15°C og vatnsmagn sem svarar til 18,8 % afþurrum jarðvegi (pF 2,0). Mœlingar 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.