Fjölrit RALA - 15.06.2002, Blaðsíða 56
Landgræðsla/Fræ 2001
48
Nýjar aðferðir viö uppgræðslu (132-1139)
Sem undanfarin ár var eftirverkun nokkurra áburðargerða svo og áhrif af mismunandi
útburðaraðferðum mæld í tveimur tilraunum í nágrenni Gunnarsholts. Uppskera sinu er mæld
árlega.
Melgresi (132-1174)
Línum af dúnmel er haldið við og einnig tveimur línum af melgresi. Önnur þeirra er melgresi
með stutt strá og góða ffæsetu. Þessar línur hafa verið notaðar í kynbótaverkefni.
Frærækt innlendra landbótaplantna (132-9346)
Verkefnið hófst með sáningu á belgjurtum í þijár tilraunir á Suðurlandi árið 1997, þar sem
ætlunin er að kanna áhrif nokkurra aðgerða svo sem áburðar og útplöntun vorblómstrandi
plantna meðffam ifæræktarreitum til að draga að ffævara. Fylgst verður með affáni skordýra
á ffæi og smáplöntum. Þeir ffævarar, sem heimsóttu belgjurtimar, vom greindir til tegunda.
Fræuppskera er mæld árlega. Fyrir utan íslensku belgjurtimar era einnig til samanburðar
nokkrar erlendar tegundir, sem álitlegar þykja, svo sem fjallalykkja og blámjalta.
Frærækt (132-1144)
Endurnýjun á stofnfræi
Kynbótaffæ og stofnffæ verður allt ræktað á Korpu, nema stofnffæ af vallarfoxgrasi verður að
rækta erlendis. Þau yrki, sem Rala ber ábyrgð á að varðveita, era vallarfoxgrasyrkin Adda og
Korpa; sveifgrasyrkin Eiríkur rauði og RlPop8904; túnvingulsyrkin Leifur heppni (RlFr8901)
og Sturluvingull; Tumi beringspuntur og Teitur snarrót.
Sáð var í 800 m2 fjölgunarreiti af Tuma og Teiti á Korpu sumarið 2000. I þeim reyndist
töluvert mikill annar gróður og náðist því ekki það ffæ sem ætlað var. Stefnt er að því að sá í
nýja reiti sumarið 2002.
Tekið var fræ af Eiríki rauða í síðasta sinn af hnausum ffá 1998.
Fræverkun (132-1170)
Allt fræ sem safnað er af starfsmönnum RALA er hreinsað í fræhreinsunarbúnaði sem nú
hefúr verið komið fyrir á Korpu.
Rófufræ var hreinsað fyrir ffæræktarbónda.