Fjölrit RALA - 15.06.2002, Blaðsíða 47
39
Korn 2001
Við skurð á melnum, 5.9., var Olsok að byija að leggjast í reitum sem ekki voru úðaðir. Fljótt
eftir það lagðist Olsok í mýrinni kylliflatt í reitum sem ekki voru úðaðir eða voru úðaðir með
Lúpínex. Olsok sem úðað var með Sportak stóð aftur á móti ágætlega. Skegla stóð hvort sem
hún var úðuð eða ekki og í þeim reitum sá hvergi legublett.
Marktækur uppskerumunur var milli yrkja sem voru á stórreitum. í smáreitum var
aðeins marktækur munur milli reita úðaðra með Sportak annars vegar og reita með Lúpínex
og ekki úðaðra hins vegar. Það þýðir að Lúpínex hefur ekki haft greinanleg áhrif. Uppskeru-
auki fyrir úðun með Sportak var 730 kg þe./ha af Olsok eða 22% en ekki nema 225 kg þe./ha
eða 6% af Skeglu. í samræmi við það mældist marktækt samspil í uppskeru milli yrkja og
úðunarliða á mýrinni. Úðun Þúsundkornaþungi, g Á mel Á mýri Meðal-
Olsok Skegla Olsok Skegla tal
Meðaltal Sportak 28,7 39,1 30,0 41,1 34,7
Ekki og Lúp. 26,3 38,3 28,3 39,6 33,1
Meðaltal 28,0 38,9 29,5 40,7
Meðaltal alls 33,5 35,1 34,3
Staðalfrávik 1,15 1,37
Sýkingar verður fyrst sýnileg um skrið. Þá eru allir stönglar sprottnir og öll kom mynduð.
Því hefði mátt ætla að uppskeruaukinn eftir úðun fengist með aukinni komastærð. En það
kemur ekki fram í niðurstöðum tilraunarma. Uðun stækkar kom Olsoks einungis um 2,lg á
hver þúsund kom eða 8% og Skeglu um l,lg eða 3% þótt uppskemmunurinn sé 22% og 6%
samanber hér á undan. Sveppasýkingin hlýtur því að eyðileggja eitthvað af komum í byrjun
komfyllingar þannig að þau verði aldrei annað en hismi.
Tilraun nr. 783-01. Vaxtartregðuefni á bygg, Korpu.
Sambærileg tilraun var gerð sumarið 2000 á Korpu. Vaxtartregðuefninu var þá úðað á
tveimur mismunandi tímum, 20 dögum fyrir skrið og 10 dögum fyrir skrið og borið saman við
reiti sem ekki vom úðaðir. Yrkin vom Olsok og Filippa og áburðarskammtar fjórir, frá 30 kg
N/ha til 120 kg N/ha. Hálmur var veginn.
Úðunin 2000 hafði ekki áhrif á skriðdag, uppskeru hálms eða uppskem alls og ekki
heldur á legu og hæð, var þó ætlunin að draga úr hæðarvexti byggsins. Úðunin hafði aftur á
móti áhrif á komhlutfall, komuppskera og þroskaeinkunn. Úðunin hafði í öllum þeim
tilvikum jákvæð áhrif, jók uppskera, komhlut og bætti þroska. Samspil var milli úðunar og
nituráburðar þannig að úðunin hafði fyrst og fremst áhrif við stóra niturskammtana. í öllum
tilvikum reyndist áhrifaríkara að úða 10 dögum fýrir skrið en að úða 20 dögum fyrir skrið.
í ár var efnt til annarrar tilraunar, smærri þó í sniðum en 2000. Yrki vora Olsok og
Skegla, áburður 60 kg N/ha og 90 kg N/ha. Hálmur var ekki veginn við skurð að þessu sinni.
Sáð var 13.5. og uppskorið 27.9. Allt kom var illa sýkt af blaðsveppum. Olsok lá alveg við
skurð, reitir sem fengu 90 N lögðust þegar í ágústlok. Skegla stóð vel. Úðunartímar vom 12.
júlí og 22. júlí. Skegla skreið 22. júlí en Olsok 28. júlí.
í ár fannst munur milli úðunarliða á komuppskeru, hæð stönguls og þurrefni koms við
skurð. Síðastnefnda stærðin getur verið mælikvarði á það hversu illa Olsok hefur legið undir
lokin. Úðun hafði ekki áhrif á þúsundkomaþunga, rúmþyngd og skrið. Samspil fannst hvergi
milli úðunarliða og nituráburðar.