Fjölrit RALA - 15.06.2002, Blaðsíða 37
29
Kynbætur 2001
Kynbæturá háliðagrasi (132-9945)
Samanburður á íslensku og erlendu háliðagrasi, Korpu.
Vorið 1999 var 5 söfnum af íslensku háliðagrasi sáð í tilraun með þremur erlendum yrkjum.
Lítið var til af íslensku ffæi og takmarkaði það stærð reitanna og einungis var til nægilegt ffæ
af einni íslenskri línu (ísl) í tvo reiti í fullri lengd. Full reitastærð var 1,4x8 m og endur-
tekningar 2. Ís2 var í tveimur 3,5 m2 reitum, Ís3 í einum 5 m2 reit, Is4 í einum 3 m2 og Ís5 í
einum 1 m2 reit.
Borið var á tilraunina 12. maí, 100 kg N/ha í Græði 6 og síðan 60 N eftir 1. slátt og 40 N eftir
2. slátt af sömu tegund.
Tilraunin var slegin 19. júní, 20. júlí og 20. ágúst.
Uppskera þe. hkg/ha
1. sl. 2. sl 3. sl AIIs
Ís2 34,1 23,8 14,3 72,3
Ís4 34,0 25,5 12,9 72,4
Ís3 34,1 23,6 12,8 70,5
ísl 32,4 24,7 12,6 69,8
Lipex 33,5 21,5 13,0 68,0
Seida 34,0 23,6 13,1 70,7
Barenbmg 29,8 21,4 13,1 64,3
Staðalfrávik 2,6 2,1 1,2
Framleiðslukerfi byggð á ræktun belgjurta til fóðurs (132-9498)
Kynbætur hvítsmára er liður í Evrópuverkeöii sem hefur að markmiði að auka magn og gæði
heimaaflaðs próteinfóðurs fyrir jórturdýr. í þessum hluta skal prófa þá tilgátu að víxlanir milli
norðlægra og suðlægra stofna af hvítsmára geti sameinað ffostþol og mikla uppskeru. Áhersla
verður lögð á erfðabreytileika í fitusýmsamsetningu og tengsl við ffostþol.
Efniviður er víxlanir sem Áslaug Helgadóttir gerði hjá IGER í Aberystwyth veturinn
1999-2000. Sáð var ffæi af 99 víxlunum í gróðurhús vorið 2001. Af hverri víxlun var reynt að
fá 18 einstaklinga og náðist það fyrir 95 víxlanir. Þann 11. júní var sáð Fylkingu
vallarsveifgrasi í tilraunalandið með 50 kg N/ha í Græði la. Og 10. júlí var síðan gróðursett í
tilraun þar sem 6 plöntur af sömu víxlun mynda reit og endurtekningar em 3. Fjarlægð milli
plantna innan reits er 0,8 m og fjarlægð milli reita 1,4 m.
Reitimir verða metnir næstu tvö ár auk þess sem fítusýmr verða mældar.