Fjölrit RALA - 15.11.2004, Blaðsíða 32
Smári 2003
22
Flutningur niturs á milli smára og grass.
Þessi tilraun var gerð sumarið 2003 og er mastersverkefni Þóreyjar Olafar Gylfadóttur við
Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Leiðbeinandi Þóreyjar í Danmörku er dr. Henning
Hogh-Jensen (þátttakandi í COST-852) og leiðbeinandi hér á íslandi er Áslaug Helgadóttir.
Meginmarkmið verkefnisins eru (i) að mæla hlutdeild niturs, sem flyst milli hvítsmára og
vallarsveifgrass, í umsetningu niturs í smáratúni og (ii) að meta gagnkvæman flutning á nitri
milli tegundanna tveggja yfir eitt vaxtartímabil. Til mælinganna var notuð 3 ára gömul tilraun
á Korpu þar sem sáð var hvítsmára og vallarsveifgrasi. Reknir voru niður 32 plasthólkar til að
einangra jarðveginn innan hvers reits. Einstakar plöntur í tilraunareitum voru merktar beint
með 15N lausn (Urea) snemma sumars og voru sýni klippt fjórum sinnum með þriggja vikna
bili, fyrst um 10 dögum eftir að merkingu lauk. Sýnin voru greind til tegunda og þurrkuð. I
Danmörku hafa sýnin verið efnagreind (I5N, heildar-N) í massagreini. Niðurstöður sýna að
einhver flutningur á nitri hefúr orðið milli tegunda. Ekki er búið að fúllvinna niðurstöður.
Hvítsmári og rótarhnýðisgerlar (132-9315)
Frá árinu 1994 hefúr samspil hvít- og rauðsmára og rótarhnýðisbaktería verið rannsakað í
tilraunum á móajarðvegi. Þetta er unnið í samstarfi við Mette Svennig ásamt allmörgum
nemendum við Háskólann í Tromsö í Noregi.
í nágrenni Gunnarsholts á Rangárvöllum er móajarðvegur þar sem engar rótarhnýðisbakteríur
fúndust við skoðun sumarið 1993. Þama gafst tækifæri að rannsaka hvernig rótarhnýðis-
bakeríur ná fótfestu í jarðveginum, hvernig samkeppni er á milli einstakra bakteríustofna um
pláss í smárahnýðum og hvernig einstökum bakteríustofnum gengi að lifa í jarðvegi þar sem
eiginn smári væri.
Tilraunaspildunni var bylt í maí 1994 og hvítsmára sáð ásamt þremur bakteríustofhum (a,b,c),
sem allir eru einangraðir úr jarðvegi í Norður-Noregi. Settar voru um 50 þús. bakteríur/fræ.
Þessir stofna má aðgreina með DNA greiningu sem er forsenda fyrir því að hægt sé að fylgjast
með afdrifúm þeirra í tilrauninni. Tilraunaliðir voru fimm. I öllum liðum var hvítsmári, en
bakteríustofnarnir hreinir í þremur liðum, allir saman í einum lið og fimmti liðurinn
ósmitaður. Fylgst var með vexti smárans næstu þrjú árin ásamt hlutdeild einstakra
bakteríustofna. Vorið 1998 var smáranum eytt og byggi sáð í spilduna. Bygg var sáð aftur
1999 og 2000 og smára sem spíraði var eytt. Þannig tókst að halda spildunni smáralausri
fram á vor 2001 en þá var sáð í nýja tilraun með hreinum túnvingli og hvítsmára eða
rauðsmára með túnvingli. Smáraffæið var snitað með blöndu af bakteríustofnunum þremur í
jöfnum hlutföllum.
Helstu niðurstöður tilraunanna eru að einn bakteríustofninn (b) hafði áberandi meiri
samkeppnisþrótt í því að mynda tengsl við hvítsmárann og það varð til þess að hlutdeild hans
í hnýðum óx ár ffá ári. Hann dreiföi sér inn í tilraunareiti þar sem hinur stofnamir voru og þar
sem allir stofnar voru saman í byrjun náði hann að útiloka veikast stofninn (c) úr
rótarhnýðum. Svipað gerðist í viðmiðunarreit þar sem engar bakteríur voru í byijun. Þangað
barst hann strax ásamt hinum og hlutdeild hans óx með tímanum í rótarhnýðum.
Stofnamir voru misvirkir eftir tíma sumarsins. Þannig var stofn (a) hlutfallslega virkari um
vor en seinni hluta sumars. Þetta skýrir líklega að hvitsmári náði mestri uppskeru þar sem
hann var smitaður með blöndu af öllum stofnunum.