Fjölrit RALA - 15.11.2004, Blaðsíða 67
57
Möðruvellir 2003
Jarðræktin á Möðruvöllum (161-1158)
Áburður
Áburður á ræktað land á Möðruvöllum fyrir sumarið 2003
Efnamagn, kg/ha'
m3-tonn Ha N P K
Mykja 900 27,7 33 16 75
Tilbúinn áburður um vorið 24 57,2 90 14 27
Tilbúinn áburður á milli slátta 4 25,0 37 2 4
Alls vegið, áborið land 57,2 123 23 65
Staðalfrávik (milli túna) 48 7 24
Alls vegið nýtt ræktarland 77,2 91 17 48
Uppskorið/beitt 77,2 136 17 116
Jöfhuður næringarefna -45 -1 -68
Staðalfrávik (milli túna) 34 8 39
* Efnamagn mykjunnar áætlað samkvæmt töflugildum („góð meðferð“) í Áburöarfræði Magnúsar Óskarssonar
& Matthiasar Eggertssonar (1991). Nýtingasmðlar mykjunnar voru settir 0,55 fyrir N, 1,00 fyrir P og 0,90 fyrir
K. Köfnunarefhið er enn frekar leiðrétt fynr dreifingartíma mykjunnar, að meðaltali margfaldað með stuðlinum
0,6. Efnainnihald tilbúna áburðarins er samkvæmt uppgefnum gildum frá Áburðarverksmiðjunni hf.
Mykjunni var dreift á tún í október 2002. Geldneytamykju var dreift reglulega yfír vetrar-
mánuðina mest á s.k. Sláttum. Engin mykja var borin á um vorið. Vordreifíng á tilbúna
áburðinum var frá 24. april til 16. maí. Engum áburði var dreift eftir 1. slátt. Tilbúnum
áburði var dreift eftir 2. slátt á 2 vallarsveifgrastún og 4 háliðagrastún 24. og 25. júlí.
Bústofn
Á vegum tilraunabúsins eru eingöngu nautgripir en þar að auki sér það um fóðuröflun fýrir
bústofn starfsmanna, prests og Sauðfjársæðingastöðvar Norðurlands. Á þeirra vegum eru um
20 sæðingahrútar, 30 vetrarfóðraðar kindur og 18 hross. Á tilraunabúinu voru 135 nautgripir
um áramót og þar af 33 mjólkurkýr.
Beit
Kvígur, eldri en árs gamlar, voru í um 40 ha úthagahólfi, s.k. Skriðum og Nunnuhól. Var
þeim gefið rúlluhey með beitinni fram eftir vori og frá byrjun september og voru þær komnar
á firlla gjöf í lok október. Kúnum var beitt á alls um 20 ha ræktaðs lands. Alls voru um 8 ha
af ræktuðu landi eingöngu beittir. Sumarið 2003 var beitartími mjólkurkúnna frá 10. maí til
30. september eða 143 dagar. Beitarsólarhringar voru hins vegar 121. Kýrnar voru á fúllri
gjöf til 21. maí en höfðu yfírleitt aðgang að heyi allan beitartímann. Að jafnaði voru 30 kýr á
beit að sem gerir 0,7 ha fyrir hverja kú eða 1,5 kýr á hvem ha ræktaðs lands. Á
beitartímanum var áætlað að kýmar fengju um 10515 FE,,, í kjarnfóðri og 7911 FE,„ í
rúlluheyi sem gefið var úti. Fóðureiningar af beitinni vom reiknaðar alls 29294 eða um 1443
FEn, /ha.
Fóðuröflun
Snemma voraði og tún komu afar vel undan vetri. Frost í jörðu var einnig óvenju lítið.
Meðaljarðvegshiti i apríl var t.a.m. 2,3 og 4,4°C í 50 og 5 sm dýpt sem er mjög óvanalegt.
Meðallofthiti ársins var einnig óvenju hár eða 4,4°C. Af sumarmánuðunum var ágúst
hlýjastur en maí kaldastur. Úrkoma var talsvert yfir meðallagi í júlí og september en undir
meðallagi í ágúst. Komi, mest Arve en einnig Olsok, var sáð 24. apríl í haustplægðan akur.
Sáð var í 2,6 ha nýrækt 6. maí sem var skipt til helminga, annars vegar var sáð Baristra
vallarrýgresi og hins vegar Öddu vallarfoxgrasi. Fóðuröflun gekk þokkalega en langan