Fjölrit RALA - 15.11.2004, Blaðsíða 29
19
Smári 2003
Tilraun nr. 794-02/03. Rauðsmárí, sáðtími, sáðmagn.
Markmiðið er að meta áhrif sáðtíma og sáðmagns rauðsmára á endingu rauðsmáratúns. Sáð
var 15. maí, 15. júní og 15. júlí 2002 Betty rauðsmára í blöndu með Öddu vallarfoxgrasi.
Sáðmagn grassins var ávallt 15 kg/ha, en sáðmagn rauðsmára musmikið: 6 kg, 9 kg, 12 kg eða
15kgáha. Endurtekningar eru 3.
Tekin voru borsýni úr sverði, 2 sivalningar úr hveijum reit, 12 sm í þvermál og um 10
sm að dýpt bæði haust og vor. Öll mold var þvegin af sýnunum og smáraplöntur taldar og
greindar í plöntuhluta, þurrkað og vigtað. Að vori voru einnig taldir grassprotar og mæld
þurruppskera grass og illgresis. Bæði vor og haust var marktækur munur milli sáðtíma í
öllum eiginleikum nema fjölda smáraplantna að hausti og fjölda grassprota að vori. Sáðmagn
hefúr hins vegar ekki marktæk áhrif nema í plöntufjölda, bæði að hausti (p<0,001) og vori
(p=0,014). Athyglisverður er munurinn í plöntufjölda eftir sáðtíma. Að hausti er enginn
munur, en um vorið kemur í ljós að mun fleiri plöntur úr fyrsta sáðtíma lifa veturinn og þær
eru öflugastar eins og um haustið. Eftirfarandi tafla sýnir helstu niðurstöður.
Haust 2002 Sáðtími 15. maí 15.júní 15. júli p-gildi
Fjöldi plantna á m2 413 387 409 0,910
mg/plöntu Stöngull og sprotar 30,4 11,6 4,8 <0,001
Rætur 87,5 29,0 11,7 <0,001
Vor2003 Fjöldi plantna á m2 603 419 327 0,006
mg/plöntu Stöngull og sprotar 116,5 62,3 27,5 <0,001
Rætur 136,1 72,7 36,9 0,001
Grassprotar á m2 4486 5067 4012 0,176
Haust 2002 6g Sáðmagn rauðsmára 9 g 12 g 15 g p-gildi
Fj. plantnaám2 285 280 457 590 <0,001
mg/plöntu Stöngull og sprotar 14,1 13,4 16,2 18,8 0,154
Rætur 38,5 38,1 44,8 49,5 0,225
Vor 2003 Fj. plantna ám2 314 382 480 622 0,014
mg/plöntu Stöngull og sprotar 85,2 60,2 68 61,8 0,706
Rætur 104 75,3 77 71,3 0,605
Grassprotar/m2 4262 4928 4321 4876 0,709
794-03. Sáð var í hliðstæða tilraun sumarið 2003 og var þá bætt við reitum með hreinu
vallarfoxgrasi og rýgresi. Borsýni voru tekin haust 2003 og aftur að vori. Niðurstöður verða
birtar í skýrslu ársins 2004.