Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Blaðsíða 20

Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Blaðsíða 20
Æmar létu yfirleitt mjög vel við rúlluheyinu eins og meðaltölur heyátsins bera með sér. Sérlega reyndist háin étast vel þó hafa verði í huga að f þeim tilraunaflokki vom eldri ær en í hinum flokkunum fveimur (sjá 2. töflu). Fram kom að fullorðnu æmar gerðu öllu meiri mismun á heyátinu eftir tilraunaliðum en veturgömlu ærnar (tilr. 1990/1991). Þessara aldursáhrifa virðist einnig gæta í viðbrögðum ánna við hánni. Halda átti sömu fóðron ánna miðsvetrar, en þá fengu þær súgþurrkaða töðu skammtaða eftir áætlaðri þörf. Hins vegar fór svo að nokkur munur varð á þurrefnisáti ánna fyrra tilraunaárið en óreglulegur eftir aldursflokkum þeirra. 3.5 Þungabreytingar ánna í ó.töflu eru skráðar meðaltölur þunga ánna á ýmsum tímum innistöðu - frá hýsingu og fram undir burð. Miðað er við svipaðar dagsetningar bæði tilraunaárin. Á þeim munar hvergi meira en níu dögum á milli ára. Desember-vigtunin er bæði árin tekin eftir að æmar höfðu verið um það bil fimm vikur á tilraunaheyinu. Þvf miður glötuðust frumtölur um byijunarþunga ánna 1991-1992 en hann var hinn sami í báðum hópum (a og b) beggja flokka. Apríl-vigtunin er bæði árin frá síðustu dögum mánaðarins. 6. tafla. Þungi ánna á ýmsum tímum innistöðu, kg 1990-1991 nóv. des. febr. mars apríl a - þvalt rúlluhey 58,9 61,7 64,7 64,9 71,1 b - þurrlegt - 58,9 63,1 64,4 64,5 71,1 1991-1992 (fyrri slægja) a - þvalt rúlluhey - 66,4 70,9 73,1 72,3 b - þurrlegt - 66,9 71,8 74,7 75,3 1991-1992 (há) a - þvalt rúlluhey - 69,2 74,3 77,4 79,5 b-þurrlegt - - 67,6 71,5 75,4 79,1 Þungabreytingar ánna, sem fengu fyrri sláttar heyið, fylgja svipaðri reglu bæði árin. Þær ær, sem fengu þurrlega rúlluheyið, þyngdust heldur meira en hinar sem fengu það þvala (a-lið). Misjafnt er eftir árum hvenær mismunurinn kom einkum fram: fyrra árið kom hann í ljós á fyrstu 4-5 vikum innistöðu en hvarf síðan. Seinna árið kom mismunurinn fyrst fram er leið fram á vetur líkt og um uppsöfnuð áhrif væri að ræða, því á tímabilinu 15. janúar - 31. mars voro æmar á sömu heyfóðron. Aftur á móti fylgdu hópamir, sem hána fengu, annarri reglu. Þar þyngdust æmar, sem þvala heyið fengu, meira en hinar. Varð mismunurinn mestur miðsvetrar en var horfinn er kom fram undir burð. Sáralítill munur kom fram á holdafari ánna á milli hópa. Á fyrri sláttar heyinu hlutu æmar, sem fengu a-heyið, ívið oftar hærri holdaeinkunn en hinar sem fengu þurrlega heyið. Á hánni snerist þessi regla við. Munurinn á holdastigi a- og b-hópa var þó hvergi tölfræðilega marktækur. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.