Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Blaðsíða 33

Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Blaðsíða 33
3.2.2 Efnamagn og heygœði í tilraunaefninu var hægt að meta árangur verkunar heysins hvað snerti efnamagn og fóðurgildi með tvennum hætti: Annars vegar með sýnum sem tekin voru úr sérstökum mæliböggum, þ.e. böggunum sem merktir voru við hirðingu (sjá kafla 2.1). Hins vegar með sýnum sem tekin voru úr hverjum bagga við gjafir á öllum mæliskeiðum. Þótt megin niðurstaðan yrði hin sama með báðum aðferðum verður sagt hér sérstaklega frá hvorri þeirra. Heysýni úr mœliböggum: Rýmun meltanleika má ætla nokkum mælikvarða á breytingar á fóðurgildi heysins frá hirðingu til gjafa. Nær enginn rýrnunarmunur kom fram á milli aðferðanna (t=0,50; p»0,05). Hins vegar virtist rýrnunin hafa orðið þeim mun meiri sem meltanleiki þurrefnis heysins við bindingu var meiri. Meðaltölur þar um eru skráðar í 4. töflu ásamt viðeigandi aðhvarfslíkingum en gildissvið þeirra er 62 - 74% meltanl. þe.: 4. tafla. Meltanleiki þurrefnis við bindingu og gjafir v. bind. v. gjafir Hlutfall Aðhvarfs- Fylgni X y y/x líking Heilt hey 67,3 67,0 99,8 y = 22,3 +0,66 x r2 = 0,68 p = 0,0005 Skorið hey 68,5 68,1 99,4 y = 15,2 +0,77 x r2 = 0,74 p = 0,0004 Samkvæmt báðum jöfnunum varð meltanleikabreytingin frá bindingu til gjafa í Iágmarki við x = 66 % meltanl. þe. Við 74% meltanleika þe. ætti meðalrýmunin að hafa orðið 3,8% í heila heyinu en 2,5% f því skoma. Ekki reyndist meltanleikabreytingin vera tengd sýrustigi heysins. Hneigðar gætti þó til jákvæðrar fylgni (r = 0,10; p = 0,65). Bendir það til þess að sýrustig segi Iftið um varðveislu á svo þurru rúlluheyi (53-71 % þe.) enda vart lengur um gerjun að ræða. Meltanleikabreytingin reyndist heldur ekki tengd þurrefnisprósentu heysins. Úr mæliböggunum voru jafnan tekin tvö sýni: úr kjama baggans og úr ytra lagi hans. í kjarnanum féll meltanleiki þurrefnis heldur meira en utanvert í bagga án þess þó að munurinn væri marktækur (t = 0,78, p » 0,05). Kann súrefni fremur hafa náð að leika um miðju baggans þar sem heyið var lausara í sér en utanvert í bagga þar sem það er jafnan þéttara í sér úr þessum gerðum rúllubindivéla (lauskjamavél). Heysýni úr öllum böggum við gjafir: í 5. töflu em meðaltölur helstu einkennisstærða verkunar og fóðurgildis heysins sem gefið var á hverju fóðranarskeiði tilraunarinnar. Tölumar staðfesta í aðalatriðum þá niðurstöðu sem fékkst úr mæliböggunum svonefndu. Liðamunur á verkun heysins og fóðurgildi var óveralegur. Munur á milli bagga innan liða var meiri en liðamunurinn á öllum mæliskeiðunum. Samstæðust voru áhrifin hvað snerti sýrustig heysins en það var á öllum mæliskeiðunum hærra að meðaltali í skoma heyinu en hinu sem óskorið var. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.