Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Blaðsíða 16
Fyrra árið gekk töluvert úr rúlluheyinu við gjafir, einkum því þvala, og f því bar
töluvert á mygluðum böggum. Seinna árið nýttist heyið í báðum liðum hins vegar mjög
vel, ekki síst úr hánni þar sem hver tugga var gefin. Það ár voru baggar hjúpaðir sexföldu
plasti með 50% skörun laga strax að lokinni bindingu. Fyrra árið fór hjúpun bagganna
fram heima við stæðu - eftir heimflutning sem eðlilega tók nokkurn tíma. Það ár var
plastnotkunin heldur minni en seinna árið (sjá 1. töflu). Kann þetta tvennt að skýra mun á
mygluskemmdum á milli ára.
3.3.2 Sýrustig heysins
Sýrustig heysins er nokkur mælikvarði á það hvemig geijun þess hefur tekist. Á 2. mynd
hefur verið steypt saman mæligildum þurrefnisprósentu heysins við hirðingu (bindingu)
og sýrustigs úr öllum mæliböggum nema einum sem henda varð vegna mikillar
myglumyndunar.
2. mynd. Áhrif þurrkstigs við hirðingu á sýrustig fullverkaðs heys.
Sennilegasta fylgnilína fellur vel að alkunnri reglu. Línunni má lýsa þannig:
y = 1,57 + 0,131x - 0,001x2 R2 = 0,80 p < 0,001
Hér er y sýrustig í fullverkuðu heyi en x þurrefnisprósenta heysins við hirðingu. í
þurrlegu og þurm heyi (x > 45...50% þurrefni) hefur sýmstig heysins fallið mjög lítið
enda afar takmarkaðrar gerjunar að vænta í því. Gildin dreifast nokkuð um meðallínuna.
Sveiflustuðlar sýrustigs a-liðar heys voru jafnhærri en sveiflustuðlar b-liðar heysins.
Bendir það til þess að heyið hafi orðið jafnara að verkun eftir því sem það var þurrara við
hirðingu. Hærri gildi sýmstigs miðað við þurrefni voru oftast úr böggum þar sem myglu
hafði orðið vart. Þá virtist svo sem a-liðar háin hefði súmað meira en fyrrisláttarhey með
sambærilegu þurrefni.
10