Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Page 32

Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Page 32
3.2 Verkun heysins 3.2.1 Myglumyndun Þegar kom að gjöfum og plasthjúpnum hafði verið svipt af böggunum var sýnileg mygla á og í þeim metin. Við maíið var greint á milíi þriggja flokka: myglulaust; mygluvottur, en í þann flokk féllu baggar með minnsta myglubletti á endum eða hlið bagga, en mikil mygla taldist vera ef blettimir voru fleiri eða áberandi og þá jafnan víðar en á einum stað á og í bagganum. Myglumatið var strangt en 3. tafla sýnir niðurstöður þess: 3. tafla. Mygla í rúlluböggum - hlutfali bagga (% af fjölda) Myglulaust Mygluvottur Mikil rnygla Heilthey 54 33 13 Skorið hey 67 26 7 Heldur minna bar á myglu f rúllum með skoma heyinu. Aðeins í einum bagga var myglan það mikil að ekki þótti fært að gefa heyið ám. Var það baggi með skomu heyi. Heildamýting heys úr báðum flokkum til gjafar nam því tæplega 99%. Það bar heldur meira á mygluskemmdum í böggunum eftir því sem leið á gjafatímann, sbr. 2. mynd: 2. mynd. Hlutfal! myglulausra bagga á ýmsum tínuim vetrar. Myglunnar tók einkum að gæta eftir að kom fram á útmánuði. Sennilega kemur þar til vaxandi gegndræpi plasthjúpsins gagnvart súrefni í kjölfar veðrunar hans svo og að þá hlýnaði í veðri. Þessar breytingar virðast hafa gengið hægar í skoma heyinu en því heila. Hugsanlega má rekja muninn til þess litla mismunar sem var á þéttleika heysins í rúlluböggunum (sjá 2, töflu). 26

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.