Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Blaðsíða 37
Heilthey - ánfiskmjöls
Heilt hey - með fiskmjöli
6,0 kg
6,6-
Skorið hey - án fiskmjöls
Skorið hey - með fiskmjöli
5,6-
6,4 -
Með fiskmjölsviðbótinni skiluðu æmar að meðaltali 12% þyngri burði. Á skoma heyinu
skiluðu æmar 5% léttari burði en þær sem fengu heilt hey.
Við burð urðu vanhöld í ærhópunum í meira lagi (sjá 8. töflu). Rannsókn
dýralæknis leiddi í ljós að á ferð var gamapest. Var ekki að sjá að áhrif hennar tengdust
tilraunameðferðinni.
4. UMRÆÐUR
í tilrauninni var borin saman verkun á heilu og grófskomu heyi í rúlluböggum og gerð
prófun á notagildi þess til fóðranar áa. Heyið var allmikið forþurrkað enda reynsla fyrir
því úr fyrri tilraunum á Hvanneyri að þannig rúmast hey vel í böggum og fé étur það
ágætlega.
Við prófun rúllubindivélarinnar sem notuð var kom í ljós að skurðurinn leiddi ekki
til ffnbrytjunar heysins. Mestu munaði um styttingu lengstu stráanna. Athugun á heyi með
30% þe. sýndi að 4% þunga (þe.) óskorins heys lentu í stærðarflokknum <80 mm - 12 af
hinu skoma. Hliðstæðar tölur fyrir stærðarflokkinn >320 mm voru 64 og 27% (Gísli
Sverrisson 1993).
Umtalsverður munur kom hvorki fram á verkun heyflokkanna né fóðurgildi. Frá
bindingu til gjafa féll meltanleiki þurrefnis um 0-4 einingar (%-stig). Óx fallið línulega
með meltanleika þurrefnis við bindingu. Orkuríkt hey virðist því hafa rýmað meira við
geymslu en orkusnauðara hey. Viðlíka áhrif hafa áður komið fram í innlendum
heyverkunartilraunum (Þóroddur Sveinsson 1994). Rétt væri að kanna hvort þessi áhrif
eru sérstaklega bundin við verkun heys í rúlluböggum.
Þá reyndist heyát ánna í tilraunaflokkunum tveimur mjög svipað. Engu að síður
kom fram allglöggur mismunur á afurðum ánna, metnum með frjósemi þeirra og þunga
lamba við fæðingu. Er hann það mikill að vart verði skýrður með tilviljun einni. Einasti
matsþátturinn, sem hugsanlega gæti varpað ljósi á orsakir mismunarins, er áðumefndur
munur á myglustigi heysins sem þó var smávægilegur. Vera kann að einhver munur á
myglugerð eða öðrum afurðum örverustarfsemi í heyinu, sem gefið var á síðasta
gangmáli ánna, kunni að hafa haft áhrif á egglos þeirra. f svo þuiTu heyi sem hér átti í hlut
(þe. >53%) er ekki um gerjun að ræða er nokkra nemi. Hins vegar geta ýmsir
mygluveppir starfað f heyinu þrátt fyrir hina litlu vatnsvirkni þess. Þetta mætti athuga
nánar.
Kaupum hnífabúnaðar á rúllubindivél fylgir nokkur kostnaður. Þegar þetta er
skrifað (vorið 1996) kostar hnífabúnaður í rúllubindivélar 180-460 þúsund kr. (án vsk.).
Því má áætla að árlegt afgjald af fjárfestingunni nemi 27-69 þúsund kr. (15% af
kaupverði í afskriftir, vexti og viðhald). Þá kallar hnífabúnaðurinn á viðbótarafl frá
31