Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Blaðsíða 47
70,0% við bindingu - eftir 22 klst á velli). Þessar niðurstöður styðja því fyrri reynsiu um
að heyið sé viðkvæmast fyrir rýmun fóðurefna á meðan það liggur á vellinum jafnvel þó
að um skamman tíma sé að ræða (Bjami Guðmundsson 1993).
3.3 Heyát ánna
Uppgjöri mælinga á heyáti ánna var skipt eftir mæliskeiðum. Aðeins em tekin með þau
skeið er tilraunahey var gefið þar eð fóðrun ánna var á öðrum skeiðum hin sama í báðum
hópum. Tölumar í 5. töflu sýna niðurstöðumar eftir 1. og 3. mæliskeið en þá fengu
æmar tiiraunaheyið að vild sinni:
6. tafla. Heyát ánna, kg þe./á og dag
Tilraun I
1. skeið (26 dagar)
3. skeið (41 dagur)
Tilraun II
1. skeið (30 dagar)
3. skeið (28 dagar)
Heilt hey Tætthey t P
1,51 ±0,16 1,53 ±0,16 0,31 >0,05
1,52 ±0,11 1,53 ± 0,07 0,24 >0,05
1,54 ±0,20 1,58 ±0,19 1,04 >0,05
1,59 ± 0,24 1,47 ±0,14 2,44 <0,05
í báðum tilraununum ázt heyið prýðilega eins og tölumar bera með sér. Tölfræðileg
prófun á hópamismun byggist á samanburði vikumeðaltalna hvors hóps með t-prófun. Á
hvoragu mæliskeiði fyrra ársins reyndist munurinn vera marktækur.
í tilraun n átu æmar heldur meira af tætta heyinu á fyrra tilraunaskeiðinu. Ekki var
þó um marktækan mismun að ræða. Er kom fram á seinna mæliskeiðið snerist munurinn
við. Þá reyndust æmar eta um það bil 8% meira af heila heyinu en hinu íætta. Reyndist
munurinn vera marktækur (p<0,05). Kann hann að tengjast þeim mun sem mældist á
fóðurgildi heysins sem gefið var (sjá 4. töflu - 3. skeið). Ekki var að sjá að mygla hefði
haft teljandi áhrif á heyát ánna því óregluleg tengsl voru á milli taina um metna myglu og
heyát. Mest af myglunni í böggunum var raunar meinlaus yfirborðsmygla. Frá degi til
dags átu æmar tætta heyið heldur jafnar en hitt sem heilt var. Sveiflustuðlar heyátsins
vora 10,8% (tætt) og 14,0% (heilt) að meðaltali fyrir bæði mæliskeiðin.
Ekki reyndist mikill munur á meðfærileika heila og tætta heysins við fóðran á því.
Tætta heyið reyndist þó vera heldur lausara í sér - var ekki eins samfast og heila heyið úr
böggunum. Munur á slæðingi ánna var ekki sjáanlegur.
3.4 Breytingar á þunga og holdafari ánna
Sáralítill mismunur kom fram á þungabreytingum ánna vetrarlangt. Meðalþunga
ærhópanna í tilraununum tveimur má lesa af lúiuritunum á 3. mynd:
41