Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Síða 46

Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Síða 46
þurrara. Tæting heysins hefur því magnað gerjun þess og þannig stuðlað að heldur öruggari verkun. Meltanleiki heila heysins var hins vegar heldur meiri en hins tætta. Nam munurinn 1,3-1,7 prósentustigum í fyrri tilrauninni. f seinni tilrauninni var hann lítill framan af vetri en meiri er kom fram á. Efnarannsókn á sýnum úr mælibðggum var notuð til þess að kanna breytingar á meltanleika og hrápróteinhlutfalli heysins frá hirðingu til gjafa, sjá 5. töflu. Tölurnar undir brotastriki tákna fóðurgildi heysins við bindingu en þær undirstrikuðu fóðurgildi þess við gjafir: 5. tafla. Gæði hcys í mæliböggum og breytingar á þeim Gerð vélar Gerð heys Þurrejhi % Sýrustig pH Meltanleiki % Hráprótein % afþe. Tilraun I WELGER Heilt 46,0 5,60 70.4/70.6 16.3/15.9 ORKEL Tætt 47,7 5,70 68.3/70.2 I2JZ 15,7 Tilraun II KRONE Heilt 52,7 5,82 72.7/70.5 17.6/17.2 MF Heilt 52,7 5,74 76.0/72.4 18.5/18.2 ORKEL Tætt 53,1 5,59 69.7/67.2 16.4/15.1 Á bak við hverja meðaltölu eru mælingar úr fjórum rúlluböggum. Hvað sýrustig snerti var liðamunur í fyrri tilrauninni nær enginn sé jafnhliða gætt að áhrifum þuirkstigs heysins. í seinni tilrauninni var heyið súrast í ORKEL-böggunum. Þar hefur munað um tætinguna. Sýrustigsmunurinn á KRONE- og MF-böggum bendir til þess að þéttleikamunur á þeim (sjá 2. töflu) hafi skilað sér í betri verkun heysins. Við gjafir mátu fjármenn heyið úr MF-böggunum betur verkað en KRONE-heyið. f fyrri tilrauninni féll meltanleiki á geymslutíma um nær 3% í tætta heyinu en hélst óbreyttur í því heila. í seinni tilrauninni steig meltanleiki í öllum baggaflokkunum á sama tíma. Hækkunin er það mikil að tilviljun ein dugir vart til þess að skýra hana. í báðum tilraununum steig hrápróteinprósentan eins og oft gerist við geymslu heys. Bæði árin var hækkunin mest í tætta heyinu en það bendir til þess að meira haFi horfið úr því af öðrum efnum. Lág meltanleikatala ORKEL-heysins í seinni tilrauninni vakti grun um að við bindingu hafi rusl úr sverði sópast upp í vélina með heyinu, jafnvel jarðvegur. Öskumagn heysins var því rannsakað en hækkun þess gæti gefið moldarfblöndun til kynna. Niðurstöðumar bentu ekki til að svo hafi orðið. Vert er að nefna meltanleikabreytinguna sem varð við forþuirkun heysins. í báðum tilraununum tók forþurrkun heysins um það bil einn sólarhring. Mælingum bar vel saman og bæði árin féll meltanleikinn um 6%. (13: við sláttinn var meltanleiki þurrefnis 74,5% en 40

x

Rit Búvísindadeildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.