Rit Búvísindadeildar - 15.10.1996, Blaðsíða 28
Verkun á heilu og skornu rúlluheyi handa ám
YFIRLIT
Framleiðsluárið 1992-1993 var gerður samanburður á tveimur aðferðum við
verkun heys í rúlluböggum svo og á fóðrunarvirði þess. Annars vegar var um að
rœða heilt hey en hins vegar skorið. Hnífabil í skurðarstokki rúllubindivélarinnar
var 74 mm. Heyið var forþurrkað og bundið við 57-66% þe. Baggar voru
hjúpaðir sex-földu plasti og síðan geymdir utandyra. Fóðrunartilraun var gerð
með 2 x 60 œr. Sláttutíma heysins var mismunað með hliðsjón af áœtlaðri
fóðurþörf ánna á ýmsum tímum vetrar. Fyrir fengitíð var hvorum cerhópi skipt í
tvennt og fékk annar helmingur hans nokkra fiskmjölsgjöf - alls 2,0 kg/á á
tímabilinu 16. nóvember til 18. desember - en hirm aðeins heyið. Heyát ánna var
mcelt svo og þrif þeirra ogfrjósemi. Helstu niðurstöður samanburðarins urðu
þessar:
• Þéttleiki skorins heys í böggunum reyndist að jafnaði 4% tneiri en hins heila.
Munurinn var þó aðeins marktækur í tveimur tilraunum afþremur (p<0,05);
• Heldur minna bar á myglu í rúllum með skorna heyinu. Meira bar á myglu eflir
því sem leið á geymslutímann. Tœplega 99% heysins í báðum flokkum nýttist til
gjafa;
• Á milli aðferðanna tveggja reyndist sáralítill munur koma fram á fóðurgildi
heysins eftir verkun og geymslu. A þeim tímaféll meltanleiki þurrefnis um 0—4
einingar (%-stig); þeim mun meira sem meltanleikinn var meiri fyrir verkun og
geymslu;
• Ahrifa heyskurðarins gcetti hvorki í heyáti ánna né þrifum þeirra (þunga,
holdafari). Áfiskmjölinu bœttu æmar um 2 kg við þunga sinn og hélst sá munur
allt til vors;
• Á heila heyinu var frjósemi ánna 190 lömb/100 ær en 173 lömb/100 ær á því
skorna (0,10>p>0,05). í fiskmjölsflokknum var frjósemin 192 lömb/100 œr
samanborið við 172 lömb/IOO ær í flokknum sem ekki fékk fiskmjöl
(0,25<p<0,10);
• Samanburðartilraunin leiddi ekki í Ijós augljósa ábataþœtti er greitt gœtu fyrir
þann viðbótarkostnað semfylgir kaupum og notum hnífabúnaðar á rúllubindivél.
Engu að síður er nauðsynlegt að rannsaka það meðfrekari tilraimum.
22